Skírnir - 01.04.2016, Page 211
211háttalykill enn forni
konunglegum þýðanda sem sat á föstum launum í höll Friðriks
þriðja. Hann var einmitt að ljúka þýðingu Flateyjarbókar um ára-
mótin 1661/1662. Og hann þýddi um þessar mundir á dönsku, þó
svo latína yrði seinna viðtökumálið. Sé til þessa hugsað er auðvelt
að geta sér til um hvers vegna Jonas skrifaði í handrit sitt af Gaut-
reks sögu og Hrólfs: „þan 27 Februarij tok eg til at vt leggia þa bok
och endadi hana þan 6 Martij 1662.“ Hann var búinn að taka stefn-
una til Svíþjóðar, líklegast ekki til þess að reyna að komast í skóla
heldur til þess að kanna hvort ekki væri hægt að verða konunglegur
þýðandi þar hjá kóngi Svía. Vilji menn síðan halda áfram með
ágiskanir mætti vel hugsa sér að vísur í Háttalykli um Gautrek hafi
vakið áhuga hans á að afrita handritið, því þær vísur sýnast hafa
verið þokkalega auðlesnar, þótt ýmislegt væri torráðið í handritinu.
Jonas var með handrit að Gautreks sögu í ferðakistu sinni.
Svíakóngur var hins vegar greinilega ekki ginnkeyptur fyrir
þýðanda og Brahe fól vinum sínum í Uppsölum, Vereliusi og De la
Gardie, frekari menntun piltsins. Þar með varð Jonas Rugman lík-
lega fyrsti íslenski stúdentinn í Svíþjóð, örugglega sá fyrsti í Upp-
sölum.
Því það er svo árið 1664 að þeir Verelius og Rugman (ekki nafn-
greindur á titilsíðu) gefa út Gautreks sögu og Hrólfs í Uppsölum á
íslensku og sænsku og vitna í skýringum í 28. vísnapar Háttalykils,
refrunur hinar meiri (Jón Helgason 1941: 28; Vereli Notæ 1664: 72–
73). Tilvísun er skýr: Gotrici noſtri laudes celebrat etiam Hattar-
lykil ſive Ars Poëtica, ſub elegantisſimo ſed & intricatiſſimo carminis
genere Refrun.15 (Vereli Notæ 1664: 72). Þarna fer ekkert á milli
mála, skýrendur vita hvað kvæðið heitir, nefna það fullum stöfum
og tilvitnun í vísurnar er samhljóða R 683. Um þetta sagði Jón
Helgason:
Aftan við útgáfu Vereliusar af Gautreks sögu (Gotrici et Rolfi … Historia,
Ups. 1664) eru í flestum eintökum athugagreinir með sjálfstæðu blaðsíðu -
tali (Olai Verelii Notæ in Hist. Gotrici et Rolvonis). Þar eru erindi 28 ab
skírnir
15 „Gautrekur okkar er líka lofaður í kvæðinu Háttalykli í hinum glæsilegasta og
flóknasta brag.“ — Þessi bragarháttur heitir í Háttalykils-handritum Jonasar
Rugman Refrunur hin mæiri en í Háttatali Snorra er hann kallaður refhvörf.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 211