Skírnir - 01.04.2016, Page 212
úr Háttalykli prentuð bls. 72–73 með latneskri þýðingu sem er samhljóða
þýðingu Rugmans í U. Vísnatextinn er líka samhljóða U (reiddist 28 a3), en
stafsetningu og stöku orði vikið við ([…] og leikur enginn vafi á að þessir
leshættir sýna leiðréttingar frá hendi Rugmans).16
Nú virðast málin flækjast: Það er með öðrum orðum vitnað í Hátta-
lykil í afriti Jonasar Rugman í útgáfu í Uppsölum áður en hann var
afritaður í Höfn! Schück hafði kannski þyrlað ryki í augu
fræðafólksins í Akademíusögunni, þar sem hann hélt því fram fyrir
mistök að Verelius hefði vitnað í Háttatal, ekki Háttalykil. En Jón
Helgason lét það greinilega ekki villa sig og skrifaði neðanmáls-
grein:
Hér er ekki tóm til að fjalla um hina bókfræðilegu gátu um samband texta
og athugagreina í útgáfunni, sbr. um það efni V. Gödel: Fornnorsk-isländsk
litteratur i Sverige bls. 248–49. Þar eð vitnað er til Háttalykils í athuga-
greinunum geta þær naumast verið prentaðar fyrr en undir árslok 1665, er
Rugman kom aftur til Svíþjóðar frá Kaupmannahöfn.17
Þetta er gott og blessað, en þó með tveim fyrirvörum: Gödel fjallar
á tilvitnuðum blaðsíðum einungis um þá staðreynd að nokkur ein-
tök útgáfunnar eru þekkt með sænskri titilsíðu og í sum þeirra vant -
ar athugagreinarnar. Eintökunum með latnesku titilsíðunni fylgja
hins vegar alltaf skýringar, að því er virðist, enda ætlaðar markhópi
sem læs var á latínu. Hitt vandamálið er að Jonas Rugman kom ekki
til Uppsala frá Höfn fyrr en 1666 eins og Schück bendir á í því riti
sem Jón Helgason vitnar til (Schück 1932: 207).
212 heimir pálsson skírnir
16 Bagved Verelius’ udgave af Gautreks saga (Gotrici et Rolfi … Historia, Ups.
1664) er der i de fleste exemplarer anmærkninger med særskilt paginering (Olai
Verelii Notæ in Hist. Gotrici et Rolvonis). Her er stroferne 28 ab fra Háttalyk-
ill trykt s. 72–73 med latinsk oversættelse, der er identisk med Rugmans gengi-
velse i U. Ogsaa grundteksten stemmer med U (reiddist 28 a3), men ortografien
og enkelte ord er ændret ([…] at disse læsemaader skal betragtes som Rugmans
konjekturer kan der ikke være nogen tvivl om.) (Jón Helgason 1941: 21–22).
17 Der er ikke lejlighed her til at gaa ind paa det bibliografiske spørgsmaal om for-
holdet mellem teksten og noterne i udgaven, jfr. derom V. Gödel: Fornnorsk-is-
ländsk litteratur i Sverige s. 248–49. Da Háttalykill citeres i noterne, kan de
næppe være trykt før slutningen af aaret 1665, da Rugman vendte tilbage til
Sverige fra København. (Jón Helgason 1941: 22 nm.).
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 212