Skírnir - 01.04.2016, Page 213
213háttalykill enn forni
Árið 1665 hafði Verelius gefið út brot úr Ólafs sögu Tryggva-
sonar án sænskrar þýðingar, væntanlega vegna fjarveru Jonasar
Rugman, og árið 1666 kom Bósa saga og Herrauðs, en þá með
sænskri þýðingu, enda Íslendingurinn kominn heim. En í því virðist
fólgin einkennileg rökvilla að telja Verelius hafa beðið með prentun
athugagreinanna við Gautreks sögu þangað til Jonas væri kominn
með Háttalykil frá Höfn, kvæði sem Verelius hafði enga hugmynd
um að væri varðveitt!
En svo sannfærð voru þau Jón Helgason og Anne Holtsmark
um tímasetninguna að þegar hún skrifaði um Háttalykil í KLNM
tuttugu árum síðar, staðhæfði hún án vífilengja að Jonas Rugman
hefði afritað hið norska handrit í Höfn 1665.
Hér verður skilist við þetta mál. Það er óhugsandi, sýnist mér,
að Háttalykilstextinn í R 683 hafi verið skrifaður í seinni Hafnarför
Jonasar, það hlýtur að hafa verið í fyrri ferðinni, og rétt ártal því
1661 eða 1662 ekki 1665. Hins vegar sýnist mér ekki hægt að skjóta
loku fyrir að Papp. 8:o nr. 25 hafi verið seinni tilraun til að skrifa upp
þennan götótta texta og R 683 þá leiðrétt seinna. Um það verður
ekkert fullyrt.
Heimildir
Handrit
Í greininni er vikið að handritunum R 683 í Háskólabókasafniunu í Uppsölum og
Papp. 8:o nr. 25 og 4:o nr. 33 í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi. Öll voru
þau í eigu Jonasar Rugman. Þá hefur og verið stuðst við handrit Hannesar Þor-
steinssonar að Ævum lærðra manna í Þjóðskjalasafni Íslands.
Prentuð rit
Den norsk-islandske SkjaldedigtningA, I. 1912. Ritstj. Finnur Jónsson. København
og Kristiania: Gyldendalske Boghandel. Nordisk Forlag.
Grape, Anders. 1962. Snorre Sturlasons Edda Uppsala-handskriften DG 11. In-
ledning, 9–124. Stockholm: Sveriges Riksdag,
Gödel, Vilhelm. 1897. Fornnorsk-isländsk litteratur i Sverige. I. Stockholm: Ivar
Hæggströms Boktryckeri.
Háttalykill enn forni. 1941. Bibliotheca Arnamagnæana. I. Ritstj. Jón Helgason og
Anne Holtsmark. København: Ejnar Munksgaard.
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 213