Skírnir - 01.04.2016, Síða 218
Að baki liggur aldalöng þróunarsaga myndlistar sem hægt væri
með mikilli einföldun að skipta niður í þrjá þætti: hið goðsögulega
tímaskeið, sem kenna má við tímabilið fram að tilkomu frumspek-
innar (Platon og Aristoteles) þar sem myndirnar voru átrúnaðarefni
í sjálfum sér, tímaskeið frumspekinnar sem tengja má við Platon ann-
ars vegar og Nietzsche hins vegar, þar sem hin huglæga frummynd
eða Guð var sú frumforsenda er lagði grundvöllinn að sameigin-
legum og nánast sjálfgefnum skilningi allra á sambandi myndar og
veruleika, hvort sem um var að ræða goðsögulegt, trúarlegt eða ver-
aldlegt viðfangsefni í formi landslags eða beinnar eftirlíkingar nátt-
úrunnar. Upp úr aldamótunum 1900 (eða allt frá dögum Nietzsches)
fer að fjara undan þessum sameiginlega grundvallarskilningi í mynd-
listinni (á helgimyndunum, sögumálverkinu, landslagsmyndunum,
kyrralífsmyndunum o.s.frv.) um leið og hinar kristnu goðsögur
hverfa að mestu úr listinni. Fyrst klofnaði listheimurinn niður í
stefnur og strauma sem reyndu hver um sig að móta sér sameiginleg
fagurfræðileg viðmið er ögruðu hinum við teknu skoðunum, en upp
úr miðri 20. öld má segja að einnig þessi viðleitni listamannanna til
að hasla sér samfélagslegan völl á forsendu sameiginlegra stefnuyf-
irlýsinga hafi runnið sitt skeið á enda, og eftir stóðu listamennirnir
eins og einangraðar eyjar andspænis þeirri hyldýpisgjá sem hafði
myndast á milli hefðbundinna fagurfræðilegra viðmiða og væntinga
samfélagsins annars vegar og þess skilnings sem listheimurinn lagði
hins vegar í hið altæka frelsi listamannsins til að móta sín persónu-
legu (og einstaklingsbundnu) fagurfræðilegu viðmið. Það eru þessi
tímamót sem marka ekki bara endalok eða blindgötu frumspekinnar
í myndlistinni, heldur líka endalok fagurfræðinnar sem þeirra vís-
inda um hið fagra í sjálfu sér, sem höfðu orðið til með vísindabylt-
ingunni á 17. og 18. öld. Frægustu dæmin um þessi tímamót, sem
kenna má við endalok frumspekinnar í listinni, má líklega sjá í hinu
goðsagnakennda verki Marcel Duchamps, Fountain frá 1917, og í
verkinu Brillo box eftir Andy Warhol frá 1964. Verkin eiga það sam-
eiginlegt að grafa undan fagurfræðilegu mati listaverksins, annars
vegar þar sem hversdagsleg iðnaðarvara fær stöðu ready-made lista-
verks þar sem hinu listræna handverki er varpað fyrir róða um leið
og hluturinn er sviptur notagildi sínu og settur í nýtt listsögulegt
218 ólafur gíslason skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 218