Skírnir - 01.04.2016, Síða 220
Bænahald og sýning þess
Þær aðstæður samtímalistarinnar, sem hér hefur verið lýst með mik-
illi einföldun, eiga einnig við um þau tvö verk, sem hér verða til
umræðu: Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christoff Büchel frá 2015
og verkið Án titils, sýning á 12 tjóðruðum hestum eftir ítalska/
gríska listamanninn Jannis Kounellis (f. 1936), sem frumsýnt var í
Galleria L’Attico í Róm 1969, en síðan endursýnt nokkrum sinnum,
nú síðast í sýningarsal Gavin Browns í New York sumarið 2015.
Þau verða hvorugt skilin nema í ljósi þess grundvallarvanda sem
samtímalistin glímir við og lýst var lauslega hér að framan. Það er
skoðun mín að samanburður á þessum tveim verkum geti gagnast
til skilnings á þeim báðum, en einnig til skilnings á stöðu listarinnar
í samtíma okkar.
Í Feneyjaverki Christoffs Büchel var innra rými hinnar afhelg -
uðu kirkju Santa Maria della misericordia breytt í mosku samkvæmt
ströngustu reglum hins íslamska siðar með tilheyrandi bæna-
mottum á gólfi, altarishvelfingu er vísaði til Svarta steinsins í Mekka,
hringlaga ljósakrónum og svörtum skjöldum með skrautmáluðum
arabískum tilvísunum í orð spámannsins, með afmörkuðu bæna -
rými fyrir konur, aðstöðu fyrir fótaþvott, skógeymslu í anddyri
o.s.frv., allt gert af smekkvísi og samkvæmt ströngustu hefðum og
trúarreglum íslam. Íslenskur múslimi, Sverrir Agnarsson, hafði
verið höfundi verksins til aðstoðar við þessa faglegu innsetningu,
og hafði hann jafnframt það hlutverk að stjórna trúarathöfnum og
bænahaldi múslima frá Feneyjum sem höfðu sýnt verkinu áhuga og
mættu reglulega til bæna í moskunni á meðan verkið var opið al-
menningi. Þessar bænastundir urðu fljótt helsta aðdráttarafl staðar-
ins fyrir sýningargesti sem komu til þess að njóta verksins sem
listræns framlags Íslands til stærsta alþjóðlega listviðburðar í heim-
inum á árinu 2015. Einnig vakti atburðurinn mikla athygli blaða -
manna og varð sýningin einn umtalaðasti atburðurinn á Tvíær -
ingnum í heimspressunni. Sú athygli stafaði þó ekki síst af því að
fljótlega kom til árekstra á milli aðstandenda sýningarinnar og
borgar yfirvalda og stjórnenda Tvíæringsins, sem sögðu m.a. að
bænahald samrýmdist ekki umsömdu samkomulagi um fram-
220 ólafur gíslason skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 220