Skírnir - 01.04.2016, Page 222
York um svipað leyti og Feneyjatvíæringurinn hófst. En sambæri-
legur ágreiningur kom upp um verk Kounellis og Büchels þar sem
listgagnrýnendur og listunnendur í New York lofuðu framkvæmd -
ina, en dýraverndunarsinnar efndu aftur á móti til mótmæla og lýstu
því meðal annars yfir að „hestar væru ekki list“.
Jannis Kounellis var einn af frumkvöðlum þess hóps ítalskra
listamanna sem kom fram á seinni hluta sjöunda áratugsins á Ítalíu
og ítalski listfræðingurinn Germano Celant gaf nafnið „arte povera“
(fátæk list). Þótt hópur þessi hafi um margt verið sundurleitur og
aldrei sent frá sér sameiginlegar stefnuyfirlýsingar, þá má segja að
hann hafi átt það sammerkt að leggja áherslu á að notast við „fá-
tæklegan“ og óhefðbundinn efnivið (eins og nafnið gefur til kynna),
hráefni er oft vísuðu til frumkrafta í náttúrunni og sögunni, þar sem
þessi „frumefni“ voru látin tala sínu máli, oft með lítilli eða sem
minnstri formlegri íhlutun listamannsins, þar sem inngrip hans fólst
einkum í sviðsetningu eða „innsetningu“ verkanna. Í stærra sögu-
legu samhengi mátti einnig sjá í verkum þessara ítölsku listamanna
eins konar andsvar við þeim meginstraumum sem voru ríkjandi í
listheiminum á Vesturlöndum á þessum tíma — bandarískri pop-list
annars vegar og minimalisma hins vegar. Það sem greindi á milli var
annars vegar sú höfnun þeirrar hugmyndar að verkið gæti vísað út
fyrir sjálft sig, sem einkenndi bæði pop-listina og minimalismann,
hins vegar sú vísun til sögunnar, menningararfsins og mannfræði -
legra frumþátta sem finna má í mörgum verka arte povera hópsins.
Að þessu leyti stóðu arte povera listamennirnir nær þeim straumi
fluxus-listar sem einnig hafði mótandi áhrif á myndlist Vesturlanda
á þessum tíma og átti rætur sínar í Düsseldorf í Þýskalandi þar sem
listamaðurinn Josef Beuys gegndi lykilhlutverki. Í verkum arte po-
vera hópsins (eins og fluxus-listinni frá Düsseldorf) var opnað fyrir
nýtt andrúm á milli verksins og veruleikans sem veitti áhorfand-
anum nýjan möguleika til að skynja með skáldlegum hætti enduróm
frá sögunni og náttúrunni í eigin líkama.
Þessi leit að nýju táknmáli er vísaði út fyrir verkið til grunnþátta
í náttúrunni, mannfræðilegri þróunarsögu og menningu Miðjarðar-
hafslandanna, átti ekki síst við um Jannis Kounellis, sem fæddist og
ólst upp í Grikklandi til tvítugs, en fluttist síðan alfarinn til Rómar.
222 ólafur gíslason skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 222