Skírnir - 01.04.2016, Page 226
voru það dýraverndunarsinnar sem mynduðu umsátur um sýningar-
salinn og gerðu innrás þar sem sýningunni var mótmælt sem dýra -
níði því að hestarnir væru bundnir við veggi sýningarsalarins án
þess að geta lagst niður eða hreyft sig að neinu ráði í 6–8 klukk-
ustundir á degi hverjum. Mótmælendurnir hrópuðu slagorðið
„Hestar eru ekki listaverk!“ Margir listgagnrýnendur urðu hins
vegar til að lofa þetta framtak og biðraðir mynduðust fyrir utan
sýningarsalinn af áhugasömum listunnendum (ólíkt því sem gerðist
við frumsýningu verksins 1969). Margir urðu líka til að benda á að
aðbúnaður hestanna hefði þrátt fyrir allt verið betri en tömdum
hestum stendur til boða víðast annars staðar, en þeir voru fluttir á
annan stað í gæslu á kvöldin að afloknu sýningarhlutverki sínu.
Í tilfelli Büchels urðu margir listgagnrýnendur og listunnendur
til að bera lof á verk hans, en það var hins vegar lögreglan sem gerði
innrás á svæðið að tilskipan borgaryfirvalda á þeim forsendum að
um væri að ræða tilbeiðsluhús en ekki listaverk, og sýningunni var
lokað með lögregluvaldi á þeim forsendum. Samkvæmt þessu til-
heyrðu trúariðkendurnir ekki listinni frekar en hestarnir og voru
látnir yfirgefa svæðið. Þar með hafði verkið glatað áhrifamætti
sínum.
Büchel hefur ekki viljað tjá sig um verk sitt sjálfur, en í yfirlýs-
ingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem vafalaust
hefur verið með samþykki höfundar, er ekki að finna neina vísun í
hugsanlega framandgervingu eða árekstra við umhverfi og umgjörð
sýningarinnar. Þar segir þvert á móti meðal annars þetta:
Verkinu er ætlað að tala til þeirra þúsunda múslima í Feneyjum, sem koma
frá 29 löndum, en einnig að bjóða jafnt velkomna heimamenn í Feneyjum
og ferðamenn, þ.m.t. þúsundir múslimskra ferðamanna sem árlega sækja
borgina heim. … MOSKUNNI er ætlað að styrkja tengsl og stuðning milli
félaga múslima á Íslandi og í Feneyjum. Dagskráin býður meðal annars upp
á íslenskukennslu og upplýsingar fyrir íbúa Feneyja sem hafa áhuga á að
flytjast búferlum til Íslands. Á sýningartímanum stendur almenningi, þ.m.t.
íslenskum ríkisborgurum, til boða að velta fyrir sér menningarlegum, sögu-
legum og félagspólitískum kerfum sem skilgreina samtímann og hvetja til
samtals um þau tækifæri og áskoranir sem verða til þegar þau greinast.
226 ólafur gíslason skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 226