Skírnir - 01.04.2016, Síða 228
legum toga, eins og margir hafa gefið í skyn, og trúarbrögðin munu
seint gegna frelsandi hlutverki við lausn þessarar flóknu deilu. Þvert
á móti verður ekki betur séð en að þessi pólitíska deila, sem í grunn-
inn snýst um heimsyfirráð, hafi orðið til að magna upp og efla bók-
stafstrú og trúarofstæki á báðum vígstöðvum, en einkum þó meðal
múslima sem í örvæntingu sinni hafa í auknum mæli safnast undir
merki trúarfasisma sem ógnar nú heimsfriðnum með áður óþekkt -
um sjálfsmorðsaðgerðum sem er hinn óútreiknanlegi táknræni mót-
leikur hins útskúfaða andspænis hinni tæknivæddu hryðjuverkavél
heimsveldisins. Fyrsta moskan í Feneyjum getur ekki með nokkrum
hætti talist varpa ljósi á þennan flókna vanda, og það sem meira er,
þá verður ekki hjá því komist að spyrja þeirrar spurningar hvort
sýning á bænahaldi múslima sem innlegg í þennan vesturlenska
listviðburð sé í raun og veru til vitnis um virðingu fyrir trú og siðum
framandi þjóða, eða hvort framandgervingin sem sýningin fram-
kallar óhjákvæmilega, feli ekki einmitt í sér hið þveröfuga: Hvort
með því að taka bænahald úr sínu hefðbundna samhengi sem trú-
arathöfn og stilla því upp sem sýningaratriði á listsýningu, sem eins
konar gjöf til hins íslamska samfélags í Feneyjum frá hendi höf-
undar og aðstandenda sýningarinnar, sé ekki einmitt verið að van-
virða helgiathöfnina og trúarbrögðin sem slík? Um leið vaknar sú
spurning hvort sýningarhaldararnir séu hugsanlega að upphefja
sjálfa sig og kalla eftir lofi sýningargesta fyrir örlæti sitt gagnvart
vanmáttugum minnihluta sem að þeirra mati hafi ekki fengið full-
nægjandi aðstöðu til trúariðkana sinna á því menningarlega vernd-
arsvæði UNESCO sem Feneyjar mynda í heild sinni? Þetta var að
minnsta kosti tónninn í umræðunni hér á landi. Slík upphafning
yrði óhjákvæmilega á kostnað þess afskipta minnihlutahóps sem
hér væri settur í stöðu beiningamannsins. Sambúðarvandi ólíkra
menningarhópa í samtímanum er flókið vandamál þar sem um-
burðarlyndi getur fyrirvaralaust breyst í andhverfu sína, þar sem
„náungakærleikurinn“ getur auðveldlega orðið uppspretta haturs
eins og fjölmörg dæmi sanna. Hér er ekki rúm til að ræða þau
flóknu vandamál til hlítar, en þar hlýtur sú grundvallarregla engu að
síður að ráða, að islam sé ekki undanskilið gagnrýni frekar en hin
kristna kirkja, þegar kemur að mannréttindamálum eins og jafnrétti
228 ólafur gíslason skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 228