Skírnir - 01.04.2016, Page 229
229múslimar og hestar á leiksviði …
kynjanna, tjáningarfrelsi og yfirráðarétti einstaklingsins yfir eigin
líkama, makavali, kynhneigð o.s.frv.
Myndin af Austurlöndum og nýr orientalismi
Vart verður skilið við þessa umfjöllun um verkið Fyrsta moskan í
Feneyjum án þess að minnast á þau augljósu tengsl sem það hefur
við þá merku hefð í evrópskri listasögu, bókmenntum og sagnfræði,
sem kennd hefur verið við orientalisma, og palestínski/bandaríski
fræðimaðurinn Edward Said setti undir gagnrýnið stækkunargler
post-strúktúralismans á áttunda tug liðinnar aldar.2 Í stuttu máli
var orientalismi fagorð sem notað var almennt um fræðilega og list-
ræna umfjöllun um Austurlönd án tillits til hugsanlegra hugmynda -
fræði legra ágreiningsefna. Edward Said, sem var undir áhrifum frá
Foucault, sýndi fram á hversu gildishlaðið þetta hugtak var og þar
með öll fræðin og listirnar sem því tengdust í gegnum myndina sem
þau drógu upp af Austurlöndum, einkum frá sjónarhóli nýlendu-
veldanna og yfirburðastöðu iðnríkjanna gagnvart þessum heims-
hluta.
Hafi það ekki verið ljóst unnendum franskrar salon-listar á 19. öld
hvernig draumórakenndar myndir af austurlenskum kvennabúrum
og öðru framandlegu umhverfi Mið-Austurlanda og Norður-Afríku
endurspegluðu þeirra eigin menningarheim og drauma frekar en
raunveruleika Austurlanda, þá ætti það að vera öllum ljóst núna:
Myndlist þessi lýsir fyrst og fremst draumórum höfundanna og
þeirri kynferðislegu bælingu sem hrjáði þá og hinn stóra unnenda-
hóp salon-listarinnar í París á þessum tíma. Hið greiða og opna
sjónarhorn geldinga og húsbónda arabíska haaremsins á þann mikla
leyndardóm sem lá hulinn á bak við slæður arabískra kvenna var
eilíft öfundarefni franskra og evrópskra karlmanna og birtist í
myndlistinni sem draumar um horfna paradís.
En Edward Said gengur lengra í gagnrýni sinni á orientalismann
en að benda á þessi augljósu sálfræðilegu sannindi. Hann bendir á
hvernig vandinn felist í því sem kallað er „representation“ á er-
skírnir
2 Edward Said, Orientalism, London 1978.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 229