Skírnir - 01.04.2016, Side 232
möguleika sagnfræðinnar eða skáldskaparins til að draga upp sanna
mynd af því sem höfundurinn horfir á utan frá. Með því að ljá
fyrir bærinu rödd sína hefur höfundurinn gert hvort tveggja að ljá
fyrirbærinu ákveðinn framandleika og setja sig í þá valdaaðstöðu
sem Said segir að hafi einkennt samskipti austurs og vesturs, allt frá
dögum Forn-Grikkja til okkar tíma. Er það sem gerist í verki
Büchels kannski einmitt hið sama? Eða er það ef til vill „veruleik-
inn“ sem talar í verkinu með sínum biðjandi múslimum?
Hægt er að ganga lengra í þessum samanburði með því að horfa
framhjá allri fagurfræði, og líta aðeins til hins mannfræðilega þáttar
þessa gjörnings í sögulegu samhengi. Þá blasir jafnvel við enn háska-
legri samanburður. Það er trúlega flestum gleymt á okkar tímum, en
á 19. öldinni var það vinsælt sýningarefni að sýna framandlegar
þjóðir á sirkus-sýningum, í dýragörðum, en þó einkum á svoköll -
uðum heimssýningum sem hófust með heimssýningunni í London
árið 1851 og voru eins konar sýningargluggi iðnbyltingarinnar og
heimsyfirráða hennar. Þar þótti viðeigandi að byggja stór stál-
grindahús eins og Crystal Palace í London og hafa sérstaka sýningar-
bása fyrir „frumstæðar þjóðir“ sem sýndu þá saklausu Para dís sem
iðnbyltingin hafði endanlega sagt skilið við.4 Heimildir um þessa
hlið iðnbyltingarinnar og heimsvaldastefnunnar má víða finna, en
hér nægir að draga fram ljósmynd frá Heimssýningunni í London
1851 sem sýnir sýningarbás Zulu-blökkumanna frá Afríku.
Um miðbik 19. aldar var veröldin stærri en hún er nú og ekki
auðvelt að flytja Zulu-fólkið frá Afríku til London. Jafnvel London
þekkti lítið til þess fjölmenningarsamfélags sem nú er orðið að veru-
leika, og framandi fólk þótti áhugavert sýningaratriði á The Great
Exhibition í Crystal Palace glerhúsinu sem reist hafði verið í Hyde
232 ólafur gíslason skírnir
4 Fátt endurspeglar þetta andrúmsloft Viktoríutímans betur en ritgerð Sigmundar
Freud, Undir oki siðmenningarinnar frá 1929, þar sem hann fjallar um fórnar-
kostnað siðmenningarinnar, m.a. með þessum orðum: „Í rauninni var frummaður-
inn, sem engar hömlur þekkti eðlishvata sinna, betur settur [en hinn siðmenntaði
maður]. Á móti því kom að litlar horfur voru á, að hann gæti fengið notið ham-
ingjunnar nema skamma hríð. Siðmenntaður maður hefur afhent eina sneið af
hamingjuvon sinni fyrir aðra sneið af öryggi“ (Sjá S. Freud: Undir oki siðmenn-
ingar, Hið íslenska bókmenntafélag 1997, þýðing Sigurjón Björnsson, bls. 55.)
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 232