Saga - 2008, Page 12
túlkun þess á þeirri upplifun. Ég vil bæta því við að ég tel einnig
afar mikilvægt að hafa í huga að munnlegar heimildir búa í minni
einstaklingsins og ef enginn hefur fyrir því að nálgast þær er óvíst
að þær komi nokkurn tíma fram.
En svo ég svari spurningu þinni, þá er augljóst að allar heimild-
ir fela í sér sömu áskorun; hvernig skuli skilja þær og hvernig hægt
sé að kreista úr þeim þær upplýsingar sem leitað er. Ef ætlunin er
að draga kjarna heimildar fram er ávallt nauðsynlegt að beita öllum
tiltækum ráðum. Hvaða áskorun heimild felur í sér veltur ávallt á
því hvaða spurninga þú spyrð. Sumar gerðir heimilda krefjast þess
að beitt sé sérstökum aðferðum til þess að kryfja þær. Þegar um
munnlegar heimildir er að ræða er auðvitað nauðsynlegt að hlusta
á þær, að heyra rödd heimildarmannsins. Í seinni tíð hafa tækni -
framfarir einfaldað okkur þennan hluta verksins.
Ef valin er sú leið að skrifa hið talaða orð niður er mikilvægt að
það sé alveg ljóst hvernig skuli yfirfæra hið talaða orð yfir í texta -
form. Þeirri þýðingu, því að túlka munnlega heimild í rituðum
texta, má líkja við það að þýða af einu tungumáli yfir á annað;
þýðinguna verður síðan stöðugt að vega og meta eftir því sem
henni vindur fram. Það er einnig heilmikil áskorun að vinna með
ljósmyndir, að skilja hvernig skuli lesa þær og túlka. Og rétt eins og
nauðsynlegt er að vega og meta það sem sést, verður að vega og
meta það sem heyrist og velja réttar aðferðir til þess að fást við
heim ildina. Að mínu mati er það að nota munnlegar heimildir alls
ekki flóknara en að nota skriflegar; það er alltaf nauðsynlegt að
setja efnið sem unnið er með í rétt samhengi, rekja tengingar þess
við aðrar heimildir og varpa fram réttum spurningum.
— En hvað þá með huglægni, sem óhjákvæmilega einkennir persónulegar
heimildir? Hvernig getum við tekist á við hana?
Þetta er mikilvæg spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér.
Alessandro Portelli, prófessor við Háskólann í Róm, hefur fjallað
um hið huglæga eðli munnlegra heimilda og bent á að það er ein-
mitt hin persónulega sýn sem gerir þær að svo auðugum brunni.1
Þetta er grundvallarmunurinn á munnlegum heimildum og öðrum
heimildum. Þær veita okkur tækifæri til þess að sjá liðna atburði
með augum heimildarmannsins, tækifæri til að komast sem næst
unnur mar ía b erg sve in sdótt i r12
1 Sjá t.d. Alessandro Portelli, ,,What makes oral history different?“, The Oral
History Reader. Ritstj. Robert Perks og Alistair Thomson (London 2006).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 12