Saga - 2008, Page 17
þór whitehead
Eftir skilyrðum Kominterns
Stofnun Sameiningarflokks alþýðu –
Sósíalistaflokksins 1937–1938
Nýlega var því haldið fram í tímaritinu Sögu að Sameiningar flokkur alþýðu
– Sósíalistaflokkurinn hafi verið stofnaður árið 1938 í andstöðu við
Komintern, Alþjóðasamband kommúnista. Hér er þessari túlkun andmælt
með margvíslegum rökum. Túlkunin bygg ist, þegar grannt er skoðað,
aðeins á einni heimild um and stöðu tiltekins starfsmanns sambandsins, en
öll rök hníga að því að yfirmenn hans hafi samþykkt flokksstofnunina,
enda hafi hún verið í samræmi við höfuðskilyrði Kominterns fyrir stofnun
sameiningarflokks kommúnista og jafnaðarmanna.
Vorið 2007 birti Jón Ólafsson prófessor ritgerð í Sögu, þar sem hann
telur sig sýna fram á að Alþjóðasamband kommúnista hafi verið
andvígt stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins
árið 1938. Stæðist þessi niðurstaða Jóns, hefði hér ekki aðeins verið
varpað „nýju ljósi á tengsl íslenskra kommúnista við Komintern“,
eins og höfundur orðar það, heldur væri hulunni svipt af einu best
varðveitta leyndarmáli íslenskrar stjórnmálasögu á 20. öld.1 Um
leið væri hér um að ræða byltingarkennda uppgötvun í sögu
alþjóðlegrar kommúnistahreyfingar. Íslandsdeild Kominterns,
Kommúnistaflokkur Íslands (KFÍ), stigi þá fram á svið heims sög -
unn ar sem fyrsta og eina deild alþjóðasambandsins sem lagt hefði
sjálfa sig niður í uppreisn gegn móðursamtökum sínum. Margar
spurningar vakna við slík stórtíðindi úr fortíðinni, en áður en reynt
er að svara þeim þarf m.a. að sannreyna þá forsendu Jóns að
komm únistar hafi valdið klofningnum í Alþýðuflokknum með
stefnu sem ekki samræmdist fyrirmælum Kominterns. Hér dugar
ekki að líta á fáein og sundurlaus skjöl frá alþjóðsambandinu, held -
Saga XLVI:2 (2008), bls. 17–55.
GRE INAR
1 Jón Ólafsson, „Komintern gegn klofningi. Viðbrögð Alþjóðasambands komm -
únista við stofnun Sósíalistaflokksins“, Saga XLV:1 (2007), bls. 93–111.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 17