Saga - 2008, Síða 19
kommúnistar rúmlega tvöfaldað atkvæðahlutfall sitt í 15%, að
mestu á kostnað Alþýðuflokksins. Þetta hafði dugað Kommún -
istaflokknum til að fá mann kjörinn á þing í fyrsta sinn og hann
tekið með sér tvo uppbótarþingmenn. Tap Alþýðuflokksins á
lands vísu var aðeins 1,7% miðað við kosningarnar 1934, en þá hafði
flokkurinn unnið mesta sigur í sögu sinni.3 Hnekkirinn var þó
meiri fyrir þá sök að flokkurinn hafði knúið fram kosningar en
uppskorið ósigur, sem styrkti keppinaut hans á vinstri væng og
veikti stöðu jafnaðarmanna í ríkisstjórn, sem augljóslega réð ekkert
við kreppuna í landinu.4 Meirihluti flokksforystunnar vildi þó alls
ekki slíta stjórnarsamvinnunni, enda vafasamt hvort hugur fylgdi
máli þegar hægri armurinn samþykkti að setja Framsóknar flokkn -
um úrslitakosti 1936.
Fáir forystumenn Alþýðuflokksins höfðu tekist jafnhart á við
kommúnista og Héðinn Valdimarsson. Kommúnistar höfðu sakað
hann um einræði og svik og talið það óhæfu að þessi forstjóri
Olíuverslunar Íslands (BP) væri í forystu fyrir áhrifamesta verka -
lýðsfélag landsins, Dagsbrún. Málflutningur kommúnista var snið -
inn eftir stækri byltingarstefnu Kominterns, sem fjandskap aðist við
jafnaðarmenn, „sósíalfasista“, og sér í lagi við vinstri-jafnaðarmenn
á tímabilinu 1928–1934.5 Í Þýskalandi hafði þessi stefna greitt fyrir
valdatöku Adolfs Hitlers í byrjun árs 1933, en 1934–1935 sá Jósef
Stalín, einvaldur Sovétríkjanna og Kominterns, sitt óvænna og
samþykkti að alþjóðasambandið boðaði til samfylkingar með
jafnaðarmönnum og öðrum lýðræðissinnum gegn fasisma.6
Samfylkingarstefnan hafði styrkt mjög stöðu kommúnista á Ís -
landi, og í kosningabaráttunni 1937 hafði eldhuginn Héðinn Valdi -
marsson óvænt tekið að þreifa fyrir sér um samstarf við þá.
Ástæðan var sú að hann fann fyrir vaxandi andstöðu við stefnu
eftir skilyrðum kominterns 19
3 Atkvæði skiptust svo á milli vinstriflokkanna tveggja 1937 á landsvísu:
Alþýðuflokkurinn hlaut 11.084 atkvæði (19%) og átta þingmenn kjörna, tapaði
tveimur, en Kommúnistaflokkurinn 4.932 atkvæði (8,5%) og þrjá menn kjörna.
4 Benjamín H. J. Eiríksson, Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum
(Reykjavík 1938). — Sjá einnig Rit 1938–1965 (Reykjavík 1990), bls. 491–571.
5 Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–1934. Sagnfræðirann sóknir
V (Reykjavík 1979), bls. 59–64, 77–78.
6 Kevin McDermott og Jeremy Agnew, The Comintern. A History of International
Communism from Lenin to Stalin (Houndmills og London 1996), bls. 81–133. —
Dimitrov and Stalin 1934–1943. Letters from the Soviet Archives. Ritstj. Alexander
Dallin og F. I. Firsov (New Haven og London 2000), bls. 7–25.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 19