Saga - 2008, Page 20
sína innan Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og skynjaði að
krafan um gjaldþrotaskipti á Kveldúlfi hefði þau áhrif að fylgi
Sjálfstæðisflokksins efldist í þéttbýlinu, öfugt við væntingar hans.
Kosningaúrslitin höfðu síðan valdið honum sárum vonbrigðum og
grafið undan valdastöðu hans í forystu Alþýðusambandsins. Hann
hafði sannfærst um að jafnaðarmenn og kommúnistar yrðu að sam-
einast að nýju í einum flokki, sem mundi losa um þau ofurtök er
hann taldi Jónas Jónsson frá Hriflu, formann Framsóknar flokksins,
hafa á Alþýðuflokknum með hjálp hægri arms flokksins. Samein -
ingar flokkurinn nýi mundi þá ná hér sams konar forystu hlutverki
og jafnaðarmannaflokkarnir annars staðar á Norðurlönd um. Síðan
yrði það hlutverk hans að leiða verkalýðinn úr kreppunni miklu og
inn í óskaland sósíalismans með stórfelldum ríkisrekstri og áætlun-
arbúskap. Annaðhvort tækju kommúnistar nú tafarlaust höndum
saman við jafnaðarmenn eða samfylkingar stefnan teldist lýðskrum
eitt, Kommúnistaflokkurinn visnaði, en Alþýðuflokkurinn dafnaði
á ný.7
Jón Baldvinsson og þeir sem honum stóðu næstir í forystu
Alþýðuflokksins reyndust enn andvígir öllum hugmyndum um
samstarf hvað þá sameiningu við kommúnista líkt og forystumenn
jafnaðarmannaflokkanna annars staðar á Norðurlöndum og í
Bretlandi. Þeir töldu Héðin hafa rasað um ráð fram með kröfum
sínum um gjaldþrotaskipti á Kveldúlfi og fannst sem viðbrögð
hans við fylgistapi flokksins væru úr öllu hófi og dæmigerð fyrir
hans öru lund. Héðinn fékk því samt ráðið, gegn vilja Jóns Bald -
vins sonar, að flokkurinn hóf viðræður um samstarf og sameiningu
við Kommúnistaflokkinn. Þótt svokallaðir hægrimenn væru í
meirihluta í Alþýðusambandsstjórninni, treystu þeir sér ekki til að
hafna kröfum Héðins um viðræður af ótta við að auka á ólguna í
Alþýðuflokknum og veikja enn vígstöðu hans gagnvart kommún -
istum.8
Komintern og forsendur sameiningarflokks
Í viðræðunum sem nú fóru í hönd studdust kommúnistar við
leiðbeiningar sem Búlgarinn Georgi Dimitrov, aðalritari Komin -
þór whitehead20
7 Héðinn Valdimarsson, Skuldaskil, bls. 97–103. — Viðtal. Höfundur við Þor stein
Pétursson, 14. nóv. 1979.
8 Stefán Jóhann Stefánsson, Minningar I, bls. 143–145.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 20