Saga - 2008, Page 21
terns, hafði gefið öllum deildum alþjóðasambandsins í frægri ræðu
á heimsþingi þess í Moskvu sumarið 1935. Dimitrov vitnaði þar til
kennisetninga Stalíns, sem nú voru orðnar að eins konar guðspjalli
kommúnista um heim allan, og tók fram að samfylking gegn fas-
isma merkti „engan veginn, að við munum sættast við stefnu sósíal -
demókrata í kenningu og framkvæmd“. Barist yrði „gegn þeim tál-
hugmyndum, að hægt sé að framkvæma sósíalismann á lögleyfðan
hátt“. Markmið kommúnista væri hins vegar að stofn aður yrði „í
sérhverju landi sameiginlegur stjórnmálaflokkur öreig anna“. Það
mundi þó „kosta alllanga þróun“ og kommúnistar mundu setja
fimm meginskilyrði fyrir slíkri flokksstofnun, en að þeim verður
vikið síðar. Boðskapur Dimitrovs var skýr: Kommún istaflokkarnir
þyrftu að taka eitt skref aftur á bak á byltingar brautinni til að geta
síðan tekið tvö skref fram á við þegar hættunni af nasisma og fas-
isma hefði verið bægt frá.9
Á Íslandi litu forystumenn kommúnista á áskorun Dagsbrúnar
um sameiningu vinstriflokkanna sem herbragð síns gamla höfuð -
óvinar, Héðins Valdimarssonar. Kommúnistar ákváðu þó að ganga
til viðræðna við Alþýðuflokkinn, því að þeir vildu ekki gefa jafn -
aðarmönnum höggstað á sér og sáu hér færi á að vinna samfylk -
ingartilboðum sínum brautargengi. Hvorugur flokkanna gekk því
heilshugar til viðræðnanna. Í samræmi við fyrirmæli Dimitrovs var
öll áhersla kommúnista á samstarf og samfylkingu við jafnaðar -
menn, en ekki sameiningu í einum flokki. Sameining gæti einungis
verið lokatakmark, þegar reynslan hefði sannað að flokkarnir tveir
gætu unnið saman, svo sem í bæjarstjórnarkosningum sem fram
áttu að fara í janúar 1938.10
Tekið við línu
En skjótt skipast veður í lofti. Í ágúst 1937 fór Brynjólfur Bjarnason,
formaður Kommúnistaflokksins, til Moskvu til að skýra Komintern
frá starfi flokksins og taka við fyrirmælum og athugasemdum frá
yfirstjórninni eystra, eins og venja var. Inntakið í skýrslu Brynjólfs
eftir skilyrðum kominterns 21
9 Georg Dimitroff, Samfylking gegn fasisma (Reykjavík 1936), bls. 114–116.
Stafsetning og greinarmerkjasetning í tilvitnunum hefur verið samræmd
megintexta.
10 Brynjólfur Bjarnason, Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk ævisaga. Viðtöl Einars Ólafs-
sonar ásamt inngangi (Reykjavík 1989), bls. 104–105. — Sameiningartilraun -
irnar. Skýrsla frá samninganefnd Alþýðuflokksins (Reykjavík 1937), bls. 4–13.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 21