Saga - 2008, Page 23
virka félaga [Kader] — en það er ekki auðvelt, því að kostir á
fræðslu eru mjög takmarkaðir.11
Með þessum orðum var Brynjólfur annaðhvort að eigin hvötum
eða eftir ábendingum Kominterns að viðra hugmynd um að komm -
únistar fengju heimild til að sameinast Alþýðuflokknum. Á móti
kæmi að kommúnistar tryggðu að þeir yrðu ofan á í samein ing ar -
flokknum, sem stofnaður yrði samkvæmt höfuðskilyrðum Dimi -
trovs.
eftir skilyrðum kominterns 23
11 Lbs.-Hbs. 5228 4to b. Ljósrit af skjölum úr safni Kominterns, Moskvu. Bericht
über die Lage in Island und die Aufgaben der Partei, 16. ágúst 1937. Jón
Ólafsson fullyrðir upphaflega í Sögu-grein sinni (bls. 105) „að enginn beinn
áhugi á sameiningu“ hafi komið fram í skýrslu Brynjólfs. Þetta er rangt, eins
og lesendur geta séð af lokaniðurstöðu Brynjólfs hér að ofan. Þegar flett er
einni blaðsíðu í grein Jóns segir hann á hinn bóginn réttilega að ályktun, sem
yfirstjórn Kominterns lét nefnd semja handa flokksþingi KFÍ og gerði ráð
fyrir stofnun sameiningarflokks, hafi endurspeglað „afstöðu Brynjólfs í
öllum meginatriðum“. Áhugavert sé að frumkvæðið að bráðri stofnun slíks
flokks hafi einmitt komið „að töluverðu leyti“ frá Brynjólfi! Í bókinni Kæru
félagar staðhæfir Jón einnig ranglega í fyrstu að Brynjólfur hafi enga dul
dregið á að Kommúnistaflokkurinn ætti „ekki [að] fara út í sameiningu
flokkanna strax“. En flokksformanninum hafi ekki tekist „að sannfæra yfir-
valdið í Moskvu um að sameining flokkanna þyrfti að eiga svo langan
aðdraganda“. Í skýrslu Brynjólfs vottar ekki fyrir neinni andstöðu við sam-
einingu, heldur skýrði hann aðeins hlutlægt frá því að kommúnistar ætluðu
sér að leggja mesta áherslu á samstarf fremur en sameiningu í viðræðum við
Alþýðuflokkinn, svo sem þeim bar samkvæmt ræðu Dimitrovs sem Jón veit
greinilega ekki að hér var lögð til grundvallar. Í lok skýrslunnar viðraði
Brynjólfur síðan áðurnefnda hugmynd um bráða flokksstofnun. Jón Ólafsson
lætur hins vegar í veðri vaka að hugmyndin um bráða flokksstofnun hafi
verið afleiðing af því að Brynjólfi hafi mistekist að sannfæra Komintern um
að sameining þyrfti langan aðdraganda. (Jón Ólafsson, Kæru félagar. Íslenskir
sósíalistar og Sovétríkin 1920–1960 (Reykjavík 1999), bls. 91–93). Nú kann vel
að vera að hugmyndin um að flýta flokksstofnun hafi verið runnin undan
rifjum Kominternmanna (öfugt við það sem Jón segir í Sögu-grein sinni um
hið merka frumkvæði Brynjólfs), en engar heimildir liggja fyrir um að þeir
hafi beitt neinum fortölum við Brynjólf um þetta efni. Í hugmyndinni um
bráða flokksstofnun fólst ekki heldur að kommúnistar mundu „þá um stund-
arsakir missa forystuna“ til samstarfsmanna sinna, eins og Jón fullyrðir. Bar -
áttuaðferðin átti að vera í samræmi við samfylkingarlínuna. Dregið skyldi úr
áherslu á byltingu, en undirtök kommúnista í sameiningarflokknum og
stefnuskrá eftir skilyrðum Dimitrovs voru forsenda þess „að úr yrði bylting-
arflokkur“ í fyllingu tímans, eins og Brynjólfur nefndi í skýrslunni. Sjá einnig
ummæli Einar Olgeirssonar á bls. 34–41 hér á eftir.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 23