Saga - 2008, Page 25
Eina undanþágan sem Brynjólfur var í raun að óska eftir að yfir-
stjórn Komintern veitti frá skilmálum Dimitrovs var að Komm -
únistaflokkur Íslands fengi að stytta tilhugalífið með jafnaðar -
mönnum, áður en þeir gengju í einn flokk með þeim. Í staðinn hét
Brynjólfur því að taka jafnaðarmenn í fóstur og gera þá að bylting-
armönnum. Reyndar hafði Komintern mælt fyrir um það 1936 að
deildir Kommúnistaflokksins skyldu leita eftir inngöngu í Alþýðu -
samband Íslands ásamt verkalýðsfélögum undir stjórn kommún-
ista. Þannig yrði Alþýðusambandið gert að laustengdum samein-
ingarflokki um leið og öll verkalýðsfélögin sameinuðust í sam-
bandinu. Brynjólfur kann að hafa tekið mið af því, þótt flokkurinn
sem hann hafði í huga væri nær fyrirmælum Dimitrovs um stofn-
un marx-lenínskra sameiningarflokka í fyllingu tímans.16
Æðstu stjórnendur Kominterns, þar á meðal Dimitrov, settust
nú í nefnd undir formennsku Þjóðverjans Wilhelms Florins, um -
sjónar manns Norðurlandamála, og sömdu ályktun handa Kommún -
istaflokki Íslands um sameiningar- og samfylkingarmál. Uppi stað -
an í þessari ályktun var hugmyndin sem Brynjólfur hafði viðrað um
bráða flokksstofnun. Stjórnendurnir lögðu íslensku félög unum m.a.
þau orð í munn að þeir hefðu „engan áhuga á klofningi vinstriafla
úr jafnaðarmannahreyfingunni eða klofningi jafnaðarmannahreyf-
ingarinnar [almennt],“ heldur kepptust þeir „að því að mynda bar-
áttueiningu [Aktionseinheit] með það að mark miði að skapa einingu
á sviði stjórnmála og skipulagsmála á grundvelli marxismans með
jafnaðarmannaflokknum í heild um leið og unninn yrði bugur á
áhrifum afturhaldsafla innan raða jafnaðarmanna.“ Hins vegar
skyldi stefnt að skilnaði Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins.
Skilyrðin sem stjórnendur Kominterns settu fyrir sameiningu
flokkanna voru efnislega samhljóða þeim sem Brynjólfur hafði talið
upp í skýrslu sinni, en þó öllu berorðari um sumt.17 Um þetta efni
eftir skilyrðum kominterns 25
16 Kommúnistaflokkurinn hafði lagt fram tillögu um endurskipulagningu
Alþýðusambandsins 1936 sem var sniðin eftir fyrirmælum Kominterns, en
ASÍ-þing hafði eins og áður segir hafnað öllum samfylkingarboðum KFÍ. Vef.
www.jonolafs.bifrost.is. Gögn úr safninu Rossíjskíj Gosudarstvennij Arkhvív
Sotsialnjo í Politítsjeskoj Istorii (RGASPI), Moskvu: Vorschläge zur isländisc-
hen Frage, 23. júní 1936. „Miðstjórn Kommúnistaflokksins sendir Alþýðu -
sam bandsþinginu opið bréf“, Þjóðviljinn 4. nóv. 1936, bls. 3. Til fyrirmyndar
er, hvernig Jón Ólafsson birtir gögn úr skjalasöfnum á heimasíðu sinni og
kemur öðrum fyrir í handritadeild Landsbókasafns.
17 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Über die Hauptaufgaben der KP Islands, 8. sept. 1937.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 25