Saga - 2008, Page 27
þungu áherslu sem alþjóðasambandið lagði á að kommúnistar
forðuðust að kljúfa vinstri arminn af flokknum. Ef rétt væri á
málum haldið væri nú hægt að laða mestan hluta Alþýðuflokksins
til sameiningar við kommúnista, þótt nokkrir „kratabroddar“, eins
og þeir Jón Baldvinsson og Stefán Jóhann, kvörnuðust þá úr flokkn-
um ásamt nánasta fylgiliði sínu. Þetta fólst í raun í fyrirmælum
Kominterns um að „unninn yrði bugur á áhrifum afturhaldsafla
innan raða jafnaðarmanna“, en þessum orðum var, eins áður kom
fram, hnýtt við yfirlýsinguna um að kommúnistar væru andvígir
klofningi jafnaðarmannahreyfingarinnar. Næðist það markmið að
svipta „afturhaldsöflin“ í Alþýðuflokknum öllum áhrifum, var auð -
vitað ljóst að þau mundu aldrei taka þátt í að stofna sameiningar-
flokk með kommúnistum, þótt meirihluti jafnaðarmanna ákvæði
að gangast undir skilyrði Dimitrovs og stofna slíkan flokk. Skýrsla
Brynjólfs til Kominterns gaf einmitt vonir um að þetta markmið
væri nú innan seilingar vegna ólgunnar í Alþýðuflokknum.22
Þótt Komintern kæmist ekki hjá því að draga þessa ályktun af
skýrslu Brynjólfs vildi sambandið að sjálfsögðu að kommúnistar
höfnuðu í orði kveðnu öllum klofningi, rétt eins og 1930, þegar þeir
klufu Alþýðuflokkinn til að stofna eigin flokk. Boðskapurinn um
einingu alþýðunnar var kjarninn í því áróðursstríði sem kommún-
istar voru nú að hefja í tengslum við sameiningarbaráttu sína.
Í áðurnefndum skrifum um sameiningarmálin hefur Jón Ólafs-
son oftast túlkað fyrirmæli Kominterns á þann veg að Moskvu -
valdið hafi lagt „blátt bann við sameiningu flokka, sem geti kostað
klofning Alþýðuflokksins“. En þetta er rangt, Komintern setti
ekkert slíkt bann. Hér er aðeins um að ræða túlkun Jóns á þeim
orðum sem Komintern lagði kommúnistum í munn í flokksálykt-
un; að þeir hefðu „engan áhuga“ á neins konar klofningi Alþýðu -
flokksins. Þá er litið framhjá þeim orðum sem á eftir fylgdu um að
svipta „afturhaldsöflin“ í flokknum áhrifum.23 Algjört og óum-
eftir skilyrðum kominterns 27
22 Lbs.-Hbs. 5228 4to b. Bericht über die Lage in Island und die Aufgaben der
Partei, 16. ágúst 1937. — Brynjólfur Bjarnason, Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk
ævisaga, bls. 105–106.
23 Jón Ólafsson, „Komintern gegn klofningi“, bls. 107. Í aftanmálsgrein í bók
Jóns leynist mun rökréttari túlkun á fyrirmælum Kominterns, enda stangast
hún á við megintexta bókarinnar og Sögu-grein hans: „Það má velta því fyrir
sér hvað Kominternmenn hafi nákvæmlega ætlað sér með því að vera svo
meðmæltir sameiningu. Líklegt er að hvort tveggja hafi haft áhrif, áróðurs-
gildi slíkrar afstöðu og hugmyndir um að hægri armur Alþýðuflokksins
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 27