Saga - 2008, Side 28
breytanlegt klofningsbann hefði gert allt tal og ráðagerðir komm-
únista og Kominterns um sameiningu flokkanna marklausar í
framkvæmd. Kommúnistar vissu að þeir gætu ekki boðað samein-
ingu ef þeir þyrftu síðan að kippa að sér hendinni vegna þess eins
að „broddarnir“ í Alþýðuflokknum, rúnir öllum áhrifum, neituðu
að fylgja meirihlutanum til sameiningar við þá.
Í viðræðum við Alþýðuflokkinn lögðu kommúnistar nú m.a. til
að jafnaðarmannafélögin segðu sig úr Alþýðusambandinu, sem
yrði eftirleiðis óháð samtök allra verkalýðsfélaga í landinu, svo sem
þeir höfðu lengst af krafist. Sameiningarflokkurinn nýi yrði
skipaður flokksdeildum er menn gengju í sem einstaklingar.24 Þessi
tillaga var til þess fallin að tryggja kommúnistum undirtökin í sam-
einingarflokknum, því að völd og áhrif jafnaðarmannaforystunnar
í landinu hvíldu einkum á yfirráðum hennar yfir þremur stærstu
verkalýðsfélögunum í Reykjavík: Verkamannafélaginu Dagsbrún,
Sjómannafélaginu og Verkakvennafélaginu Framsókn. Jafnaðar -
manna félögin, sem áttu að heita uppistaða Alþýðuflokksins, voru
að mati kommúnista 1936 „fámenn og einskisnýt“.25 Í þrettán jafn -
að armannafélögum landsins voru aðeins 687 félagar, þar af ekki
nema 144 í Reykjavíkurfélaginu. Þótt deildir Kommúnistaflokksins
væru víða enn fámennari að höfðatölu en jafnaðarmannafélögin
utan Reykjavíkur, voru félagarnir að jafnaði miklu fylgnari sér í
öllu stjórnmálastarfi, enda undir sterkum aga. Kommúnistar gátu
þess vegna treyst því að þeir mundu víðast hvar eiga alls kostar við
jafnaðarmenn, ef flokkarnir tveir sameinuðust með þeim hætti sem
þeir lögðu til. Litlu breytti um þetta þótt jafnaðarmenn reyndu að
efla og fjölga stjórnmálafélögum sínum 1937–1938.26 Eftir að krepp-
an harðnaði og kommúnistum óx ásmegin, áttu jafnaðarmenn t.d.
fullt í fangi með að tryggja sér meirihluta á fundum í Dagsbrún
þrátt fyrir yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í stjórnarkosningum.27
þór whitehead28
mundi bíða lægri hlut í átökunum innan flokksins og kommúnistar mundu
því strax ná undirtökum í sameinuðum flokki.“ (Kæru félagar, bls. 311.)
24 Sameiningartilraunirnar. Skýrsla frá samninganefnd Alþýðuflokksins, bls. 14–16.
25 Einar Olgeirsson, „Er Alþýðuflokkurinn svo sterkur að hann geti leyft sér þá
sundrungarpólitík, sem foringjarnir hafa nú knúið í gegn á sambands þing -
inu?“ Þjóðviljinn 6. nóv. 1936, bls. 3–4.
26 Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands 1936, bls. 19–23. — Þingtíðindi Alþýðu -
sambands Íslands 1938 (Reykjavík 1939), bls. 13–14, 41–42.
27 Brynjólfur Bjarnason, Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk ævisaga, bls. 84–85. — Þór
Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi, bls. 35–50. — „Tilætlunin með til-
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 28