Saga - 2008, Page 30
Svo fór að viðræðunefnd Alþýðuflokksins hafnaði aðalskilyrð -
um kommúnista fyrir stofnun sameiningarflokksins, enda væru þau
valdboð sem Brynjólfur Bjarnason hefði borið hingað heim frá
Moskvu. Nefndin hafnaði einnig tillögu kommúnista um aðskilnað
Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins og aðferð við stofnun
nýja flokksins. Meirihluti alþýðusambandsstjórnarinnar gætti þess
vandlega að láta viðræðurnar einkum steyta á kröfu um að vænt-
anlegur sameiningarflokkur ynni „á grundvelli laga og þingræðis
að því að ná takmarki sínu“. Þá kröfu taldi Kommúnistaflokkurinn
með öllu óviðunandi, eins og jafnaðarmenn höfðu getað séð fyrir af
ræðum Kominternforingja. Þeir minntu líka á að ágreiningurinn
um þetta grundvallarefni hefði leitt til þess að kommúnistar klufu
sig út úr Alþýðuflokknum 1930.31
En með því var málið ekki úr sögunni. Kommúnistar höfðu
metið það ranglega að Héðinn Valdimarsson væri óheill í málinu.
Hann fékk kallað saman aukaþing Alþýðusambands Íslands haust -
ið 1937, einkum til að álykta um stefnuskrá, sem hann hafði með
leynd fengið Brynjólf Bjarnason til að samþykkja sem grundvöll
sameiningarflokks. Það var engin furða, því að stefnuskrárdrögin
byggðust að mestu á stefnuskrá norska Verkamannaflokksins, sem
hafði verið deild í Komintern á árunum 1919–1923 og skar sig úr
meðal jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum með hugmyndafræði
í stíl kommúnista. Auk þess hafði Héðinn, eflaust að kröfu Bryn -
jólfs, bætt við ákvæðum sem fullnægðu skilyrðum Kominterns
fyrir sameiningu flokkanna.32
þór whitehead30
31 Sameiningartilraunirnar. Skýrsla frá samninganefnd Alþýðuflokksins, bls. 1–45. Jón
Ólafsson fullyrðir ekki aðeins að krafa Alþýðuflokksins um að sameiningar-
flokkurinn ynni á grundvelli lýðræðis og laga hafi getað samræmst skilyrðum
Kominterns (sjá bls. 32 hér á eftir), heldur hefur hann staðhæft að sjálf bylt-
ingarboðun íslenskra kommúnista hafi aðallega verið „mælska“ ætluð til að
skapa „stundaráhrif“! („Kommúnistar og stjórnskipulagið“, Lesbók Morgun -
blaðs ins 18. nóv. 2006, bls. 6.) Nú er það auðvitað á einskis manns færi að
ómerkja aðalstefnumið tiltekinnar stjórnmálahreyfingar fortíðarinnar og
viðleitni hennar til að framfylgja því. Staðhæfingar í þeim dúr eiga í sjálfu sér
lítið erindi í fræðitímarit, en til þeirra er vitnað hér vegna þess að þær setja
kenningu Jóns um uppreisn Kommúnistaflokksins gegn Komintern í sam-
hengi við aðrar hugmyndir hans um flokkinn. Jón slítur þannig viðfangsefni
sitt iðulega úr tengslum við raunveruleika fortíðarinnar og endurvinnur það
eftir sínu höfði, í bága við fræðilegar kröfur, og kemst ósjaldan að tveimur
gagnstæðum niðurstöðum, eins og rakið verður nánar í þessari grein.
32 Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands 1937 (Reykjavík 1938), bls. 17–30.— Héðinn
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 30