Saga - 2008, Side 31
Héðinn og fylgismenn hans virðast hafa verið í talsverðum
meirihluta á Alþýðusambandsþinginu. Sýnir það að matið sem
Brynjólfur hafði lagt á stöðu mála fyrir Komintern var ekki fjarri
lagi. Héðinn segir að ný nefnd, sem hann var kosinn í til að ræða
við kommúnista, hafi verið reiðubúin að samþykkja stefnuskrár-
drögin samhljóða. Þá hafði náðst sátt um aðferð við að sameina
flokkana tvo og breyta skipulagi Alþýðusambandsins í þá átt sem
kommúnistar höfðu löngum krafist. En nú brá svo við að um 20–30
áhrifamenn á Alþýðusambandsþinginu, þ.e. þingmenn og bæjar-
fulltrúar, lýstu því yfir að þeir mundu segja sig úr flokknum ef
hann sameinaðist Kommúnistaflokknum. Þá lagði Vilmundur Jóns -
son landlæknir og alþingismaður fram tillögu um að þingið sam -
þykkti drögin sem fyrir lægju um stefnuskrá, en hnykkti sérstak-
lega á því að sameiningarflokkurinn starfaði á lýðræðisgrundvelli.
Auk þess lagði Vilmundur til að stjórn flokksins yrði í upphafi
skipuð á þá leið sem tryggði jafnaðarmönnum meirihluta. Skipulag
Alþýðusambandsins stæði óbreytt þar til þing þess kæmi saman
haustið 1938 og tæki ákvörðun um „framtíðarskipulag þess og
sam band þess við hinn sameinaða flokk“. Loks lagði Vilmundur til
að Alþýðuflokkurinn, sérstaklega sambandsstjórn, kæmi fram
„sem einn maður gagnvart Kommúnistaflokknum, og að hver sá, er
tekur sig út úr, geri sig sekan um klofningsstarfsemi, hættulega ein-
ingu flokksins, er nauðsyn beri til að komið sé í veg fyrir.“ Vil -
mundur lagði tillögu sína fram til sátta, en hann stefndi greinilega
að því að beina sameiningaráhuga flokksmanna inn á braut sem
forystan sætti sig við. Einangra átti Héðin Valdimarsson frá flokks-
mönnum ef hann léti ekki skipast í sameiningarákafa sínum.33
Héðinn fullyrti að hann og stuðningsmenn hans hefðu neyðst til
að samþykkja tillögu Vilmundar í nafni flokkseiningar. En meiri-
hluti þingfulltrúa hafi um leið lýst yfir því að þeir mundu halda
áfram sameiningartilraunum á grundvelli stefnuskrárdraganna ef
eftir skilyrðum kominterns 31
Valdimarsson, Skuldaskil, bls. 106–110. — Peter P. Rohde, „The Communist
Party of Norway“, The Communist Parties of Scandinavia and Finland. The
History of Communism. [Aðalhöf. bókar A. F. Upton.] Ritstj. F. W. Deakin og
H. T. Willetts (London 1973), bls. 35–47. — Per Maurseth, Gjennom kriser til
makt (1920–1935), bls. 279–289. Arbeiderbegvegelsens Historie i Norge III. Ritstj.
Arne Kokkvoll o.fl. (Osló 1987).
33 Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands 1937, bls. 17–34. — Héðinn Valdimarsson,
Skuldaskil, bls. 107–110.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 31