Saga - 2008, Page 32
kommúnistar samþykktu ekki „Vilmundarfleyginn“, eins og tillaga
hans var nefnd.34
Brátt kom í ljós að kommúnistar vildu ekki ganga að tillögunni,
enda hafði Vilmundur augljóslega samið hana gagngert með það
fyrir augum að láta reyna á skilyrðin frá Moskvu.35 Þar hafði hann
fengið efnið í „fleyginn“ sem hann hugðist reka á milli flokkanna
tveggja.
Í frásögnum Jóns Ólafssonar af þessum atburðum kemur fram
að hann þekkir hvorki til né gerir sér grein fyrir mikilvægi skil -
yrðanna sem Komintern hafði sett kommúnistum fyrir sameiningu
við jafnaðarmenn og leitt höfðu til þess að viðræður flokkanna
strönduðu. Hann vísar hvergi til lykilræðu Dimitrovs og áttar sig
ekki á því að Brynjólfi Bjarnasyni og yfirstjórn Kominterns bar að
leggja þessi skilyrði til grundvallar, þegar hugmyndin um bráða
stofnun sameiningarflokksins var til umræðu og afgreiðslu í
Moskvu. Jón heldur því fram í fyrstu að Komintern hafi knúið
Brynjólf nauðugan til að leita eftir bráðri sameiningu flokkanna, en
fyrir því er ekki til stafur í heimildum. Síðan snýr Jón þessu við og
segir „að frumkvæðið [að bráðri sameiningu] virðist að töluverðu
leyti vera hjá Brynjólfi“ og telur það til marks um sjálfstæðis viðleitni
flokksformannsins. Ályktunin sem nefnd Kominterns samdi fyrir
flokksþingið endurspegli „afstöðu Brynjólf í öllum meg in atriðum“.
Ekki hefur Jón þó fyrr sleppt orðinu um merkilegt frum kvæði flokks-
formannsins en hann gefur í skyn að það hafi verið fals eitt:
Kröfurnar um orðalag stefnuskrárinnar [þ.e. skilyrðin sem
Brynjólfur tók upp eftir Dimitrov, þegar hann viðraði hug -
myndina um stofnun sameiningarflokks] virðast hins vegar
vekja áhyggjur hjá Komintern um að íslensku kommúnistarnir
beini athyglinni um of að vinstri vængnum í Alþýðuflokknum
og stuðli því leynt og ljóst að klofningi hans. Það má gera ráð
fyrir að Kominternforystan hefði getað fallist á hófstilltara
orðalag, ef sameining flokkanna í heild sinni væri þá tryggð.36
Þegar hér er komið sögu hefur röksemdafærsla Jóns snúist í heilan
hring. Þar sem hann þekkir ekki til skilyrða Dimitrovs og mikil-
vægis þeirra sem boðorðs sjálfs Stalíns, ímyndar hann sér að
þór whitehead32
34 Héðinn Valdimarsson, Skuldaskil, bls. 107–110.
35 „Áfram til sameiningar“, „Kommúnistafl. hafnar úrslitakostum“, Þjóðviljinn
19. nóv., 20. nóv. 1937, bls. 2, 3.
36 Jón Ólafsson, „Komintern gegn klofningi“, bls. 106.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 32