Saga - 2008, Page 34
sem Kominternforystan hafði verið hlynnt sameiningu flokk-
anna var það ekki að hennar undirlagi, sem kommúnistar
lögðu slíka áherslu á að þessi ákvæði yrðu hluti af opinberum
yfirlýsingum sameiningarinnar. …
Það er fróðlegt að bera þessar röksemdir [þ.e. röksemdir
kommúnista fyrir því að Alþýðuflokksmenn yrðu að fallast á
skilyrði Kominterns fyrir sameiningunni] saman við leiðbein-
ingarnar frá Komintern því að þá verður ljóst að mótbárur
kommúnista voru alls ekki ættaðar þaðan. Það virðist ljóst að
Kommúnistaflokkurinn hefði getað fallist á lokatillögur
Alþýðuflokksins [um að sameiningarflokkurinn ynni á grund-
velli þingræðis og laga þvert á skilyrði alþjóðasambandsins]
… án þess að brjóta í bága við fyrirmæli Kominterns og raun-
ar virðist það vera í meira samræmi við stefnu Kominterns
heldur en að hafna sameiningu.
Ekki tekst Jóni Ólafssyni að skilja við þessa frásögn sína, fremur en
í Sögu-greininni, án þess að lenda í mótsögn við sjálfan sig í
niðurstöðu: „Þó gengur stefna Brynjólfs í þessu máli ekki í bága við
Kominternlínuna eða þau fyrirmæli, sem hann hafði fengið í
Moskvu. En sáttahugur KFÍ var minni en Komintern ætlaðist til.“39
Nú blasir það við að Brynjólfur Bjarnason var, eins og vænta
mátti, fullkomlega samkvæmur sjálfum sér og Kominternlínunni
allt frá upphafi til enda þessa máls. Forsenda Kominterns fyrir því
að sameiningarflokkurinn væri stofnaður var ætíð sú að jafnaðar-
menn gengju í aðalatriðum að skilyrðum Dimitrovs, eins og þau
voru sett fram í ályktuninni sem yfirstjórnin lét semja fyrir KFÍ. Í
einu heimildinni sem fundist hefur um viðbrögð embættismanns í
Komintern, þ.e. Wilhelms Florins, við stofnun Sósíalistaflokksins
kemur fram að hann taldi Kommúnistaflokkinn hafa gengið of
langt í „tilslökunum“ við vinstri-jafnaðarmenn um stefnuskrá
flokksins, þó að þeir hefðu að mestu gengist undir áðurnefnd skil -
yrði. Komintern hefði ætlast til að þessar tilslakanir væru aðeins
gerðar ef kommúnistum stæði til boða að sameinast Alþýðu flokkn -
um sem heild.40 Sjónarmið Florins, sem Jón telur nánast jafngilt áliti
yfirstjórnar Kominterns, stangast því á við fullyrðingar hans sjálfs
um að kommúnistar undir forystu Brynjólfs Bjarnasonar hafi
þór whitehead34
39 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 93–95.
40 Vef. www.jonolafs.bifrost.is. RGASPI. Wilhelm Florin til Georgis Dimitrovs,
ágúst 1938 [afrit].
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 34