Saga - 2008, Page 36
Eftir flótta frá Moskvu gerðist Stefán Pjetursson blaðamaður og
síðar ritstjóri Alþýðublaðsins og gekk í Alþýðuflokkinn. Kommún -
istar lögðu þá meiri fæð á hann en flesta ef ekki alla andstæðinga
sína. Þeir sögðu hann standa ,,á hinu allra lægsta þroskastigi í
siðferðisslegu tilliti“ og fullyrtu að hann væri ,,andlega og siðferðis-
lega niðurbrotinn af margra ára ofnautn áfengra drykkja“. Þeir
lýstu honum jafnframt sem trotskíista og fasistaleppi, sem væri vís
til að vinna gegn Sovét-Íslandi með skemmdarverkum og land -
ráðum eins og menn af hans sauðahúsi hefðu hlotið fyrir makleg
málagjöld í réttarhöldum í Moskvu.44
Það voru því engin mælskubrögð, eins og Jón Ólafsson staðhæf-
ir, heldur fyllsta alvara, þegar íslenskir kommúnistar settu fram
það skilyrði Kominterns við Alþýðuflokksmenn að „trotskísinnar“
fengju hvorki að hafa „aðgang að blöðum flokksins [þ.e. samein-
ingarflokksins] eða hafi neina ábyrgðarstöðu á hendi“.45 Þeir áttu
þar sérstaklega við höfuðfjandmann sinn Stefán, sem hefði „mikil
áhrif“ í Alþýðuflokknum ásamt einhverjum öðrum „hættulegum
öflum“ trotskísinna á Alþýðublaðinu, eins og sagði í áðurnefndri
skýrslu Brynjólfs Bjarnasonar í Moskvu og hnykkt var á í samein-
ingarviðræðunum við Alþýðuflokkinn.46 Baráttan sem Komintern
háði á þessum tíma gegn „trotskísinnum“, í skugga sýndarréttar-
halda, fjöldamorða og þrælahalds í Sovétríkjunum, var einn gild-
asti þátturinn í allri starfsemi og áróðri kommúnistaflokka um
heim allan 1935–1938 og mjög áberandi í málflutningi íslenskra
kommúnista. „Hver sá maður [trotskísinni] úr röðum verklýðs -
hreyfingarinnar, sem nú rekur erindi fasismans, er vargur í véum
og við þá dugar enginn miskunn“, sagði Þjóðviljinn, þegar hann dró
ályktanir af játningum sakborninga í réttarhöldum í Moskvu
1937.47
Þorsteinn Pétursson segir að Brynjólfur Bjarnason hafi náð
algjörum undirtökum í Kommúnistaflokknum þegar deilunum um
réttlínu Kominterns lauk 1934 og alþjóðasambandið tók að hallast
þór whitehead36
44 Ormstunga, „Þróunarferill Stefáns Péturss. og svikaferill samsærismann-
anna í Moskva“, Þjóðviljinn 1. apríl 1938, bls. 3.
45 „Miðstjórn K.F.Í. kallar saman flokksþing“, Þjóðviljinn 26. sept. 1937, bls. 3.
46 Lbs.-Hbs. 5228 4to b. Brynjólfur Bjarnason, Bericht über die Lage in Island
und die Aufgaben der Partei, 16. ágúst 1937. — Sameiningartilraunirnar.
Skýrsla frá samninganefnd Alþýðuflokksins, bls. 52–55.
47 „Undirróður nasismans afhjúpaður í Moskva“ [forystugrein], Þjóðviljinn 27.
jan. 1937, bls. 3.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 36