Saga - 2008, Page 37
að samfylkingarstefnu. Völd hans hafi byggst á augljósu trúnaðar-
sambandi hans við Komintern og stuðningi öflugra fylgismanna,
einkum úr verkalýðshreyfingunni, sem hafi litið mjög upp til hans.
Að áliti Þorsteins var rökhyggjumaðurinn Brynjólfur líka mun
sterkari persónuleiki en tilfinningamaðurinn Einar, þótt hann hefði
sig jafnan minna í frammi út á við.48 Í kosningabaráttunni 1937
hafði Brynjólfur t.d. vikið til hliðar fyrir Einari og leyft honum að
njóta persónutöfra sinna, vinsælda og áhuga á samfylkingu til að
laða kjósendur að Kommúnistaflokknum í Reykjavík líkt og hann
hafði áður gert á Akureyri.49 Þorsteinn Pétursson segir hins vegar
að í sameiningarviðræðunum við Alþýðuflokkinn hafi það komið
skýrt fram hvernig Brynjólfur hefði náð valdi yfir Einari með því að
halda hlífiskildi yfir honum í flokksdeilunum en ýta Stefáni
fóstbróður hans út úr flokknum.50 Einar hefði með öðrum orðum
þurft að halda aftur af sameiningaráhuga sínum til að sanna fyrir
Brynjólfi og Komintern að hann væri traustsins verður. Héðinn
Valdimarsson vissi líka vel, eins og aðrir þeir sem til þekktu í
Kommúnistaflokknum, að það var Brynjólfur en ekki Einar sem réð
ferðinni í sameiningarviðræðunum, með nýja Moskvulínu í hönd-
um. Þegar Héðinn þurfti að fá samþykki kommúnista fyrir áður-
nefndum stefnuskrárdrögum sínum sneri hann sér því til Brynjólfs,
fullviss um að orð hans jafngiltu flokkssamþykkt.51
Alþýðuflokkurinn klofnar
Þótt sameiningarviðræður flokkanna tveggja hefðu strandað á
ágreiningi um stefnuskrá, haustið 1937, hélt Héðinn Valdimarsson
ótrauður áfram að takmarki sínu. Þrátt fyrir harða andstöðu hægri
arms Alþýðuflokksins tókst honum og fylgismönnum hans að fá
því framgengt að flokkurinn þægi boð Kommúnistaflokksins um
að bjóða fram sameiginlega lista víða um land í sveitarstjórnar-
kosningum í janúar 1938. En brátt kom á daginn að frambjóðendur
úr röðum hægrimanna Alþýðuflokksins neituðu að starfa eftir mál-
eftir skilyrðum kominterns 37
48 Viðtal. Höfundur við Þorstein Pétursson, 14. nóv. 1979.
49 Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 61–215, 345–351.
50 Viðtal. Höfundur við Þorstein Pétursson, 14. nóv. 1979.
51 Héðinn Valdimarsson, Skuldaskil, bls. 106. — Viðtal. Höfundur við Eyjólf
Árnason, 1. okt. 1979. — Viðtal. Höfundur við Kristján Júlíusson, 10. okt.
1979.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 37