Saga - 2008, Síða 38
efnasamningi við kommúnista í Reykjavík. Talið er að hundruð
jafnaðarmanna, þar á meðal margir af kunnustu fyrirliðum þeirra í
höfuðstaðnum, hafi síðan setið heima eða kosið aðra flokka vegna
andúðar á samfylkingu við kommúnista.52
Þá sauð endanlega upp úr í Alþýðuflokknum og 14 af 17 stjórn-
armönnum í Alþýðusambandinu samþykktu að vísa Héðni úr
flokknum, því að hann neitaði að hætta sameiningartilraununum
þrátt fyrir andstöðu meirihluta sambandsstjórnarinnar. Meirihlut -
inn vísaði til þess að þing ASÍ 1937 hefði falið stjórninni að koma
fram „sem einn maður gagnvart Kommúnistaflokknum“.53
Þegar nú er litið yfir atburðarásina frá því að sameiningar við -
ræður kommúnista og jafnaðarmanna hófust í ágúst 1937, er ljóst
að Héðinn Valdimarsson hratt þeim af stað gegn vilja flokksstjórn-
anna tveggja. Upp frá því var allt frumkvæði í málinu í raun í hönd-
um hans og stuðningsmanna hans í Alþýðuflokknum, en komm-
únistar sáu sér fljótt hag í því að ljá máls á sameiningu samkvæmt
skilmálum Kominterns. Fram að bæjarstjórnarkosningunum í
Reykja vík 1938 höfðu forystumenn kommúnista haft fulla ástæðu
til að ætla að Héðni Valdimarssyni væri að takast að leiða flokkinn
til sameiningar við Kommúnistaflokkinn. Það fær því ekki staðist
að kommúnistar hafi unnið í trássi við fyrirmæli Kominterns um að
rjúfa ekki einingu Alþýðuflokksins á þessu skeiði, eins og Jón
Ólafsson heldur fram. Þeir reyndu hvað þeir gátu til að greiða fyrir
sameiningu eftir línunni sem Brynjólfur hafði borið heim frá
Moskvu. Hlutskipti þeirra var annars það að horfa á Héðin takast á
við meirihluta Alþýðusambandsstjórnarinnar og verða þar undir.
Í febrúar 1938 stóðu kommúnistar því frammi fyrir orðnum
hlut. Brottrekstur Héðins var augljóslega upphaf að klofningi
Alþýðuflokksins og ekkert gat komið í veg fyrir hann. Hinn brott-
rekni varaforseti tók nú hins vegar aftur frumkvæðið í sínar hend-
ur og barðist við „hægri“ forystu Alþýðusambandsins um yfirráðin
yfir flokknum og verkalýðshreyfingunni.54 Vitaskuld reyndu
þór whitehead38
52 Héðinn Valdimarsson, Skuldaskil, bls. 121–133. — „Kommúnistar brigsla
Stefáni Jóh. Stefánssyni um „skemmdarstarf““, Alþýðublaðið 2. febr. 1938, bls. 1.
53 „Héðni Valdimarssyni vikið úr Alþýðuflokknum“, Alþýðublaðið 10. febr.
1938, bls. 1. Héðinn segir í Skuldaskilum, bls. 135, að brottrekstur sinn hafi
verið samþykktur með 12 atkvæðum gegn 4.
54 Héðinn Valdimarsson, Skuldaskil, bls. 137–166. — Stefán Hjálmarsson,
Aðdragandinn að stofnun Sósíalistaflokksins 1938. Framlag 2 (Reykjavík 1978),
bls. 37–49. Í þessu riti er prýðilegt yfirlit yfir gang mála í Alþýðuflokknum.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 38