Saga - 2008, Page 39
kommúnistar að leggja Héðni lið í þessum átökum, en þeir höfðu
ekkert taumhald á honum fremur en áður. Aftur virtist líka flest
benda til þess, eins og fyrir brottrekstur Héðins úr Alþýðu flokkn -
um, að sameiningarmenn næðu meirihluta í flokknum. Flokks for -
ystan reyndist jafnvel í minnihluta í sjálfu flokksfélagi jafnaðar-
manna í höfuðstaðnum. Hún neyddist til að reka félagið úr flokkn-
um og missti um skeið yfirráð yfir helstu eignum hans og verka -
lýðsfélaganna til sameiningarmanna. Að lokum sýnist stuðningur
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við flokksforystuna
hafa ráðið úrslitum um að henni tókst að ná naumum meirihluta í
kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Allt fram á sumar 1938
gátu kommúnistar því vænst þess að Alþýðuflokkurinn samein að -
ist þeim sem heild, með verkalýðsfélögin innanborðs en forystuna
og nánustu fylgismenn hennar utanveltu.55 Með því hefðu komm-
únistar í raun náð markinu sem Komintern hafði sett þeim með
ályktun handa þingi KFÍ 1937, þar sem ætíð var vitað að flestir aðal-
foringjar Alþýðuflokksins gætu aldrei sætt sig við stefnuskrá á bylt-
ingargrundvelli.
Í ágúst 1938, þegar ljóst var orðið að sameiningarmenn yrðu
naumlega undir á Alþýðusambandsþingi um haustið, sendi Einar
Olgeirsson skýrslu um gang mála til Kominterns frá Stokkhólmi.
Einar skellti skuldinni af klofningi Alþýðuflokksins á flokksforyst-
una. Hún hefði snúist hart gegn sameiningarmönnum og óvænt
náð yfirhöndinni í flokknum, einkum með því að beita menn ofríki
eða kaupa þá til fylgis. Ofmat sameiningarmanna á eigin styrk
hefði veikt stöðu þeirra að lokum. Nú væri þess enginn kostur leng-
ur að hindra að hægri armur Alþýðuflokksins héldi flokkskerfinu í
sínum höndum.
Af skýrslu Einars mátti samt ráða að klofningurinn í Alþýðu -
flokknum væri farinn að skila kommúnistum árangri, sem yfirstjórn
Kominterns hefði ekki getað séð fyrir þegar hún mælti gegn því að
kljúfa vinstri arminn af flokknum 1936–1937. Kommúnistar væru að
öllum líkindum að hrifsa til sín forystu á vinstri væng stjórnmál-
anna og í verkalýðshreyfingunni úr höndum jafnaðarmanna:
Við gerum ráð fyrir því, að með sprengingu Alþýðuflokks ins
verðum við lausir við spillta hluta hans, en bestu og virkustu
eftir skilyrðum kominterns 39
55 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Einar Olgeirsson [til Kominterns], 21. ágúst 1938. —
Gögn frá Kommúnistaflokki Íslands úr fórum Þorsteins Péturssonar, í vörslu
höfundar. Reykjavíkurdeild til sellufélaga, 14. febr. 1938.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 39