Saga - 2008, Page 40
lýðræðisjafnaðarmenn í verkalýðshreyfingunni sameinist
okkur. Það hefur alltaf verið örðugt fyrir okkur að auka félaga-
tölu flokks okkar þrátt fyrir góðan árangur okkar. Við höfum
nú um 600 félaga. Við gerum hins vegar ráð fyrir um 2000
félögum í sameiningarflokknum, en þar af verði meirihlutinn
örugglega úr okkar kjósendahópi. … Við göngum út frá því að
verða nógu sterkir meðal félaga hins nýja flokks og í flokks-
kerfinu til að geta fylgt fram réttri stefnu [þ.e. stefnu Komin -
terns] og samtímis náum við mikilvægustu hlutunum af verka -
lýðsstétt Íslands undir bein áhrif okkar til að veita mönnum
sósíalískt uppeldi og til að framkvæma raunverulega marxíska
stjórnmálastefnu. Við höfum því ekki tilhneigingu til að óttast,
að við kommúnistar verðum of veikir innan hins sameinaða
flokks. …
Nú er talið að þau 16000 atkvæði, sem verkalýðsflokkarnir
hlutu í síðustu kosningum, skiptist trúlega þannig að … sam-
einingarflokkurinn hljóti 9–11000 atkvæði, en hægri menn
[Alþýðuflokkurinn án vinstri armsins] 5–7000 atkvæði. Takist
okkur að efla áróðursstarf okkar í krafti fjármagns, eins og
upphaflegur árangur okkar sérstaklega á sviði bókaútgáfu
[Máls og menningar] veitir fyrirheit um, þá ættum við fljótlega
að geta breytt þessum styrkleikahlutföllum okkur í vil.
Einar viðurkenndi að væntanleg stefnuskrá Sósíalistaflokksins væri
ekki eins og best yrði á kosið. Hún gæti þó ekki orðið nein „hindr-
un í vegi hugmyndafræðilegra framfara“ á meðal flokksmanna,
heldur væri „hægt að breyta henni í samræmi við þær“.56
Þegar litið er á stefnuskrá og lög Sósíalistaflokksins, kemur líka
í ljós að kommúnistum hafði tekist að fá uppfyllt öll þau skilyrði
sem Komintern hafði sett til að tryggja marx-lenínskan grundvöll
sameiningarflokka, þótt orðalag væri um sumt mildað (sjá
viðauka). Allt var þetta í samræmi við þá hugmynd sem Brynjólfur
Bjarnason hafði viðrað í Moskvu 1937, um stofnun sameiningar-
flokks, og yfirstjórn Kominterns hafði falið kommúnistum að fram-
kvæma.57
þór whitehead40
56 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Einar Olgeirsson [til Kominterns], 21. ágúst 1938.
57 Brynjólfur sagði sjálfur svo frá í minningum sínum: „Í þessari stöðu [eftir að
Alþýðuflokksforystan herti á baráttunni gegn vinstri arminum] var í raun-
inni ekki til annar kostur en að freista þess að ná samkomulagi við vinstri
Alþýðuflokksmenn um eina stefnuskrá og einn flokk. … Við hefðum að sjálf-
sögðu kosið, að stefnuskráin yrði skýrari í ýmsum atriðum, en það sem
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 40