Saga - 2008, Page 41
Þótt Einar Olgeirsson gerði sér með réttu miklar vonir um vænt-
anlegan styrk Sósíalistaflokksins, leyndi hann því ekki fyrir
Komintern að umrótinu á vinstri væng fylgdu ýmsar hættur. En
hann óskaði eindregið eftir því að alþjóðasambandið staðfesti að
Kommúnistaflokkurinn mætti boða til flokksþings eftir tvo
mánuði, 20. október 1938, þar sem gengið yrði frá stofnun samein-
ingarflokksins.58
Viðbrögð í Moskvu
Wilhelm Florin, umsjónarmaður Norðurlandamála í Komintern,
brást illa við beiðni Einars Olgeirssonar 1938 um að Komm ún -
istaflokkurinn fengi heimild til að sameinast vinstri-jafnaðarmönn-
um. Hann skrifaði Dimitrov aðalritara bréf, þar sem hann sagði m.a.
að „flokkur okkar“ á Íslandi væri greinilega staðráðinn í því að
hagnýta sér klofningsiðju hægri arms Alþýðuflokksins til að stofna
nýjan flokk. Síðan varaði Florin við því (eins og Einar Olgeirsson
hafði gert í skýrslu sinni) að Framsóknarflokkurinn kynni að
bregðast við klofningi Alþýðuflokksins með stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn, sem væri undir sterkum áhrifum fasista. Bráð
sameining vinstri arms Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins
spillti líka örugglega mjög fyrir einingar- og samfylkingarbaráttu
kommúnista, þar sem hún ýtti undir „sértrúartilhneigingar“. Loks
hefðu „félagar okkar“ gengið um of til móts við vinstri-jafnaðar-
menn í stefnuskráruppkasti og fallist á tilslakanir, „sem við vorum í
mesta lagi reiðubúnir að samþykkja við hugsanlega heildarsamein-
ingu K.F. [Kommúnistaflokksins] og Alþýðuflokksins“. Nú þyrftu
þeir Dimitrov að ákveða hvað gera skyldi í málinu, en ýmsir kostir
væru til þess að koma boðum til Kommúnistaflokks Íslands.59
eftir skilyrðum kominterns 41
mestu máli skipti, fullnægði okkur. Nýi flokkurinn stefndi á umbyltingu
þjóðfélagsins í sósíalískt horf og í stefnuskránni er gerð grein fyrir þeirri
hörðu baráttu við yfirstéttina sem hann yrði að verða viðbúinn að heyja til
þess að ná markinu. Skipulag flokksins var mjög í okkar anda, lýðræðisleg
miðstýring [þ.e. eftir reglu Leníns] og lögð mikil áhersla á hið virka lýðræði.
… Vissulega vorum við að stíga djarft skref og tókum á okkur áhættu . … En
hitt hefði verið miklu meiri áhætta að hafna þessari sameiningu. Það hefði
blátt áfram verið örlagaríkt glapræði.“ (Brynjólfur Bjarnason. Pólitísk ævisaga,
bls. 105–106.)
58 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Einar Olgeirsson [til Kominterns], 21. ágúst 1938.
59 Vef. www.jonolafs.bifrost.is. RGASPI. Wilhelm Florin til Georgis Dimitrovs,
ágúst 1938 [afrit].
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 41