Saga - 2008, Page 45
engin dæmi að alþjóðasambandið undir einræði Stalíns hafi þolað
nokkurri deild sinni að óhlýðnast meginstefnu sinni eða fyrirmæl-
um átölulaust. Á þessum ógnartíma töldust frávik frá „réttri
stefnu“ (jafnvel í fjarlægri fortíð) afbrot sem forráðamenn sam-
bandsins álitu sjálfsagt að kommúnistar sættu fyrir þyngstu refs-
ingum, þrælabúðavist eða dauða, svo framarlega sem tök væru á
því að refsa slíkum afbrotamönnum. Hinum var vísað út í ystu
myrkur, sumum með hótanir yfir höfði sér, eins og Stefáni
Pjeturssyni. Nærri má því geta hvort yfirstjórnin hefði ekki fjallað
um uppreisn í Íslandsdeild sinni og brugðist hart við henni hefðu
slík firn gerst. Viðbrögð alþjóðasambandsins gegn stofnun flokks-
ins hefðu aldrei getað farið leynt 1938, hvað þá fram á næstu öld.
Í fjórða lagi er fráleitt að gefa í skyn að kveðjur danska og sænska
kommúnistaflokksins til stofnþingsins hafi verið í ósamræmi við
afstöðu Kominterns eða jafnvel einhvers konar andsvar við kveðju-
leysi frá Moskvu. Jafnfráleitt er að gera því skóna að í kveðjunum
hafi falist pólitísk „lína“, sem ætla mætti að Einar Olgeirsson hafi
þrætt saman í Stokkhólmi öndvert við afstöðu Brynjólfs Bjarna -
sonar og í sögulegri uppreisn gegn Komintern, svo sem Morgun -
blaðinu hafi vitrast. Kommúnistaflokkar Danmerkur og Svíþjóðar
voru eins hollir Moskvuvaldinu og nokkrir aðildarflokkar Komin -
terns gátu verið, og sú hollusta brást ekki lungann af 20. öld, eins
og alkunna er. Alþjóðasambandið hafði einmitt reynt að nota nor-
rænu kommúnistaflokkana „til að hafa stjórn á íslenskum komm-
únistum“, eins og Jón Ólafsson komst réttilega að orði í bók sinni.65
Þar er að finna enn eina þverstæðuna í rannsóknaniðurstöðum hans.
Ekkert er táknrænna um undirgefni norrænu kommúnista-
flokkanna, þ.á m. KFÍ, við Komintern en sú staðreynd að annar
helsti foringi danska flokksins, Arne Munch Petersen, sat um þess-
ar mundir í dýflissum Stalíns vegna rangra ásakana um trotskí-
isma. Þar veslaðist hann upp án þess að forystumennirnir, sem allir
voru gagnkunnugir þessum einlæga stalínista og málsvara sýndar-
réttarhaldanna, kæmu félaga sínum til hjálpar.66
Sú hugmynd sem Jón ýjar að, um samnorrænan samblástur
gegn valdi Kominterns yfir Íslandsdeild sinni, er því víðs fjarri
öllum raunveruleika þessa tíma. Kveðjurnar frá danska og sænska
eftir skilyrðum kominterns 45
65 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 79.
66 Ole Sohn, Fra Folketinget til celle 290. Arne Munch-Petersens skæbne (Kaup -
manna höfn 1992).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 45