Saga - 2008, Page 46
kommúnistaflokknum jafngiltu blessun Kominterns við stofnun
Sósíalistaflokksins. Þær hefðu aldrei verið sendar ef grunur hefði
leikið á því að íslenski bræðraflokkurinn væri að stofna sameining-
arflokkinn í óþökk móðursamtakanna í Moskvu. Raunar hlaut
Sósíalistaflokkurinn prentvél í tannfé frá sænska Kommúnista -
flokkn um, en mátti þakka Komintern þá gjöf, því að alþjóðasam-
bandið kostaði blaðaútgáfu sænskra kommúnista.67 Þá má geta
þess að formaður sænska Kommúnistaflokksins, Sven Linderot,
færði Florin skýrslu Einars Olgeirssonar frá Stokkhólmi. Linderot
hefði því fyrstur manna átt að frétta frá Komintern að félagi Einar
hefði gerst sekur um eigin línugerð í höfuðborg Svía, í andstöðu við
samfylkingarlínu alþjóðasambandsins.
Að kalla Morgunblaðið til vitnis um uppreisnarlínu frá Stokk -
hólmi er fráleitt. Ekki þarf mikla kunnáttu í Íslandssögu til að vita
að Morgunblaðið hefur haldið því staðfastlega fram alla tíð að rætur
Sósíalistaflokksins sé að rekja til Moskvu. Þegar blaðið sagði 1938
að línan um stofnun Sósíalistaflokksins hefði verið sótt til Stokk -
hólms, átti það einungis við að Einar Olgeirsson hefði sparað sér
ferð til Moskvu með því að taka við Moskvulínunni í Svíþjóð.
Senni legasta skýringin á því að Komintern skyldi ekki láta frá sér
heyra á stofnþinginu með heillaóskaskeyti er sú, að það hefði verið
vatn á myllu andstæðinga flokksins, svo sem Morgunblaðsins, sem
hélt því fram að hann væri ekkert annað en Kommúnistaflokkurinn
undir nýju nafni.68
Jafnvel þótt forystumenn flokksins vildu síðar gera sem minnst
úr Moskvutengslum sínum, ýjuðu þeir aldrei einu orði að þeirri
uppreisn sem Jón Ólafsson telur sig hafa uppgötvað sextíu og níu
árum eftir stofnun Sósíalistaflokksins.
Í fimmta lagi hefði Jón þurft að hafa betur í heiðri þá vinnureglu
sagnfræðinga að gera grein fyrir takmörkunum heimilda sinna.
þór whitehead46
67 Alþingistíðindi 1939 B, d. 1306. — Guldet fra Moskva. Finansieringen af de nor-
diske kommunistpartier 1917–1990. Ritstj. Morten Thing (Kaupmannahöfn
2001), bls. 42–127.
68 Mistúlkun Jóns Ólafssonar á ummælum Morgunblaðsins blasir við þegar á
þau er litið: „Einar Olgeirsson les nú upp 3 símskeyti … eitt frá Moskvaliðinu
í Danmörku, annað frá Moskvaliðinu í Svíþjóð (þangað var línan sótt nú) og
þriðja frá nafngreindum manni …“ Hvert hefði „Moskvaliðið“ í Stokkhólmi
átt að sækja línu sína annað en til Moskvu? („Stofnþing“, Morgunblaðið 25.
okt. 1938, bls. 3. Sjá einnig: „Nýja línan frá Moskvu,“ Morgunblaðið 27. nóv.
1938, bls. 5.)
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 46