Saga - 2008, Blaðsíða 47
Mikilvægur hluti af skjalasafni Kominterns (sem og sovéska
Kommúnistaflokksins) er enn bak við lás og slá í Moskvu og ein-
hver hluti þess er trúlega glataður.69 Jón hneigist hins vegar til að
álykta ranglega að finni hann ekki tiltekin gögn í Moskvu sé það til
marks um að íslenskir kommúnistar hafi verið afskiptir af stjórn -
stöðvum þar eystra.70 Nærtækasta skýringin á því að engar heim-
ildir hafa fundist um raunveruleg viðbrögð Kominterns við stofn-
un Sósíalistaflokksins er sú að skjalasafnið er gloppótt, eins og
Einar heitinn Olgeirsson uppgötvaði fyrir röskum fjörutíu árum.71
Í raun hefur enginn vestrænn fræðimaður neitt heildaryfirlit yfir
gögn um Ísland sem varðveitt eru í þessu safni.
Í sjötta og síðasta lagi verður að horfa til framhaldsins. Eftir að
Hitler og Stalín sömdu um grið 1939 reyndi fyrir alvöru á það hvort
Sósíalistaflokkurinn væri það sem hann sagðist vera í fyrstu grein
stefnuskrár sinnar, „óháður öllum öðrum en meðlimum sínum,
íslenskri alþýðu“, eða undir yfirstjórn Kominterns. Í ljós kom að
kommúnistar voru, eins og Einar Olgeirsson hafði heitið samband-
inu, nógu sterkir í flokkskerfinu til að fylgja fram „réttri stefnu“
með þeim afleiðingum að formaðurinn, Héðinn Valdimarsson,
hrökkl aðist úr flokknum í árslok 1939 ásamt nánustu stuðnings-
mönnum sínum.72
eftir skilyrðum kominterns 47
69 Einar Olgeirsson sagðist t.d. hafa fengið heimild til að skoða gögn í safninu
á sjöunda áratugnum, en hluta þess hefði annaðhvort verið eytt eða týnst við
neyðarflutning Kominterns frá Moskvu, þegar Þjóðverjar sóttu að borginni
1941. (Viðtal. Höfundur við Einar Olgeirsson, 1970.)
70 Skýrt dæmi um þetta eru gögn sem norskur fræðimaður fann í Moskvu, um
hæstu fjárstyrki sem Sósíalistaflokkurinn fékk að austan 1956–1966, og Árni
Snævarr fréttamaður kom hér á framfæri stuttu áður en bók Jóns, Kæru félagar,
fór í prentun 1999 (sjá bls. 11–12, 195). Þessi gögn breyttu mjög þeirri mynd sem
Jón hafði áður þóst geta dregið upp af fjárstuðningnum. Annað slíkt dæmi má
finna í greinasafninu Guldet fra Moskva. Þar nefnir Jón Ólafsson beiðni íslenskra
kommúnista um fjárstuðning frá Komintern 1920 og gefur í skyn að þessi
beiðni hafi verið árangurslaus, enda fullyrðir hann í bók sinni: „Ekkert bendir
til að þessi styrkur hafi verið veittur eða beiðnin verið tekin fyrir í nefnd“, svo
sem í framkvæmdanefnd. (Kæru félagar, bls. 15–16, 47, 305.) Í grein sænsks
fræðimanns, Lars Björlins, í áðurnefndu greinasafni (bls. 54) kemur aftur á móti
fram að Komintern veitti íslenskum kommúnistum í raun fyrsta styrk sinn
1920, en þessum upplýsingum hefur verið skeytt við heimildatilvísun í grein
Jóns (bls. 23) til að draga ögn úr misræmi. Sjá einnig: Snorri Bergsson, „Fyrsta
rússagullið“, Þjóðmál. Tímarit um stjórnmál og menningu III:1 (2007), bls. 74–77.
71 Viðtal. Höfundur við Einar Olgeirsson, 1970.
72 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 59–70.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 47