Saga - 2008, Blaðsíða 48
Í apríl 1940 komst Kristinn E. Andrésson til Moskvu í erindum
Sósíalistaflokksins, þar sem hann tók upp þráðinn frá Einari
Olgeirssyni í skýrslunni frá Stokkhólmi 1938. Florin og samstarfs-
menn hans spurðu félaga Andrésson í bróðerni um allt sem drifið
hafði á daga flokksins, sem þessir gæslumenn réttrar línu töluðu
um með velþóknun sem „okkar flokk“. Ekki hreyfðu þeir Florin
minnstu athugasemd við stofnun Sósíalistaflokksins eða stefnu
hans og bjuggu Kristin loks út með ný fyrirmæli handa flokknum,
sem stofnaður var í nafni samfylkingar gegn fasisma en átti nú að
herða baráttu sína fyrir samfylkingu Stalíns með Hitler.73
Þau fyrirmæli giltu fram á aðfaranótt 22. júní 1941, þegar Hitler
rauf grið á Stalín. Stuttu síðar gerði Dimitrov ráðstafanir til að
senda Sósíalistaflokknum (sem hann kallaði reyndar Kommún ista -
flokkinn líkt og hann hefði ekki einu sinni breytt um nafn) nýja
línu, þar sem aftur var blásið til samfylkingar gegn fasisma. Flokk -
ur inn hafði óvart farið út af þessari línu þegar hann studdi ekki her-
verndarsamning Íslands við Bandaríkin 1941. Dimitrov kenndi því
um að Bretar hefðu fangelsað reynda forystumenn hans, þ.á m.
Einar Olgeirsson.74
Ekki stóð á því að Sósíalistaflokkurinn tæki upp þjóðfylkingar-
stefnuna nýju. Hann reyndist trúr Komintern allt til endalokanna
1943, þegar Stalín lagði alþjóðasambandið niður og færði starfsemi
þess beint undir sovéska kommúnistaflokkinn og leynilögregluna,
sem annaðist njósnir og undirróður í útlöndum. Moskva var eftir
sem áður miðstöð heimsbyltingarinnar og forystumenn Sósíalista -
flokksins, sem voru í beinum tengslum við sovéska kommúnista-
flokkinn, sóttu til hans hvers kyns „ráð“ og þáðu af honum fé.75
Áður en Jón Ólafsson fann margnefnt minnisblað Florins hafði
hann, þrátt fyrir margs konar mótsagnir, komist að þessari niður -
stöðu um stofnun Sósíalistaflokksins:
þór whitehead48
73 Lbs.-Hbs.5228 4to a-b. Bericht des Genossen Andresson über die Lage in
Island, 16. apríl 1940.
74 The Diary of Georgi Dimitrov 1933–1949. Ritstj. Ivo Banac (New Haven og
London 2003), bls. 179.
75 Jón Ólafsson tekur fram í grein sinni að Sósíalistaflokkurinn, sem hann telur
stofnaðan í uppreisn KFÍ gegn Komintern, hafi sjálfur „enga uppreisn“ gert
gegn Moskvuvaldinu fyrr en 1968. Eftir raunverulega úrsögn úr Komintern
hafi menn setið á sér næstu þrjátíu árin. Í bók Jóns, sem er ein helsta heim-
ildin um langvinn tengsl íslenskra kommúnista við Moskvu, segir réttilega
að þeir hafi aðeins sagt sig úr alþjóðasambandinu til málamynda en Sósíal -
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 48