Saga - 2008, Page 49
Nýi flokkurinn sameinaði miklu breiðari hóp vinstrimanna en
Kommúnistaflokkurinn … án þess að kommúnistar þyrftu í
raun að gera nokkrar málamiðlanir. Stefnuskrá flokksins var í
fullu samræmi við leiðbeiningar Komint erns. Það eina sem
ekki var eftir Kominternlínunni var klofningur Alþýðuflokks -
ins. …
Þó að engin formleg svör hafi borist við þessu bréfi Einars
[til Kominterns frá Stokkhólmi] má engu að síður geta sér þess
til að röksemdir hans hafi verið teknar gildar í sambandinu.
Einar var að lýsa taktísku skrefi sem í raun var í fullu samræmi
við stefnu undangenginna ára, þótt með ofurlítið öðrum hætti
væri en stefnt hafði verið að.76
Undir þessa niðurstöðu skal tekið hér, nema hvað varðar
Kominternlínuna og klofning Alþýðuflokksins. Kommúnistar hér á
landi fylgdu samviskusamlega fyrirmælum Kominterns, eins og í
öðrum löndum. Það sem gerðist hér, en ekki annars staðar á Norður -
eftir skilyrðum kominterns 49
ista flokkurinn haft „svipuð samskipti við Komintern og fyrr“. (Kæru félagar,
bls. 121–233.) Þvert á þessa niðurstöðu fullyrðir Jón síðan að samtöl sósíal -
istaforystunnar við sovéska forystumenn hafi ekki verið „eðlisólík samtölum
fulltrúa annarra flokka við fulltrúa annarra ríkja“, eins og aðrir stjórnmála-
flokkar hér á landi hafi verið í sambærilegri stöðu gagnvart vestrænum ríkis -
stjórnum og Moskvuhollir kommúnistaflokkar gagnvart sovétstjórninni. Hér
kemur því enn fram hneigð Jóns til að gera minna en efni standa til úr fylgi-
spekt íslenskra kommúnista við Sovétríkin, sem hann segir á einum stað að
hafi mátt búa við þann „misskilning“ að þau væru alræðisríki en annars
staðar að „tiltölulega mild valdstjórn“ hafi vikið þar fyrir „einræði“ á dögum
Stalíns. Jón skýrir t.d. frá því að Einar Olgeirsson hafi gengið á fund
Dimitrovs í alþjóðadeild sovéska kommúnistaflokksins 25. október 1945.
Dimitrov segir svo frá í dagbók sinni: „He [Einar] asked an advice of the
Party’s and Government’s behavior on the question of the creation of U.S.
basis in Iceland … and also on some Party matters.“ Jón fullyrðir hins vegar
eftirfarandi: „Ekki er ljóst af dagbókarfærslu Dimitrovs hvað þeim Einari fór
á milli, en þó hefur Einar rætt við hann um möguleika á viðskiptum land-
anna …“ Hér getur engum lesanda dulist það sem Jón segir óljóst: Einar
óskaði eftir leiðbeiningum frá sovéska kommúnistaflokknum um afstöðu
sem forysta Sósíalistaflokksins og ráðherrar hans í nýsköpunarstjórninni
ættu að taka til herstöðvabeiðni Bandaríkjanna 1945 og til ónefndra innan-
flokksmálefna. (Kæru félagar, bls. 79, 141, 237. Dagbókarfærsla í enskri
þýðingu J. Baevs.) Fleiri dæmi mætti nefna um það hvernig Jón fer með álíka
fullyrðingar þvert á efni heimilda sinna, en allt hneigist þetta í eina átt, eins
og hér blasir við.
76 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 109, 111.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 49