Saga - 2008, Page 50
löndum, var að áhrifamesti forystumaður jafnaðarmanna í verka -
lýðshreyfingunni var óðfús að vinna með þeim. Afleiðingin var sú
að Alþýðuflokkurinn klofnaði án þess að kommúnistar réðu þar
gangi mála. Þótt Héðinn Valdimarsson sneri brátt baki við þeim,
vonsvikinn maður, sátu þeir eftir með sameiningarflokkinn, sem
færði þeim áhrif og ítök langt umfram samherja sína í flestum vest-
rænum löndum.
Eftirmáli
Í grein sinni í Sögu segir Jón Ólafsson að uppi séu tvær gagnstæðar
kenningar um tengsl KFÍ við Komintern: „hlýðniskenningin“, sem
höfundur þessarar greinar hafi m.a. mótað með bókinni Kommún -
ista hreyfingin á Íslandi (1979), og „sjálfsstjórnarkenningin“, sem for-
ystumenn hreyfingarinnar hafi m.a. haldið fram á efri árum. Jón
gefur í skyn að hér hafi verið um að ræða tvær nokkuð jafngildar
en helst til einhæfar kenningar sem hann hafi ekki treyst sér til að
velja á milli af yfirveguðu ráði. Jón lætur hins vegar að því liggja að
með uppgötvun sinni um viðskilnað Kommúnista flokks ins við
Komintern hafi „sjálfsstjórnarkenningin“ fengið nýjan og styrkari
grundvöll, því að eina dæmið sem hann nefnir þeirri kenningu til
sönnunar er þessi uppgötvun.
Vart er hægt að lá Jóni það að hann skuli ekki hallast að „hlýðn -
iskenningunni“ eins og hann skilgreinir hana, þ.e. að „allar að -
gerðir“ KFÍ hafi átt að vera að skipunum Kominterns.77 Slík alls-
herjar fjarstýring frá Moskvu hefði auðvitað verið óhugsandi, enda
er Jón hér aðeins að gera höfundi upp skoðun. Í áðurnefndri bók
minni eru aftur á móti dregnar fram ýmsar heimildir um að
Komintern hafi markað Íslandsdeild sinni stefnu í meginatriðum
og hlutast til um stjórn hennar og ótal málefni önnur samkvæmt
sínu alræðiseðli. Þetta hefur verið rækilega staðfest í nýrri ritum
(svo sem bók Jóns, Kæru félagar), sem byggjast á frumheimildum frá
Moskvu. Kommúnistaflokkur Íslands var að sjálfsögðu bundinn af
reglum og samþykktum móðursamtaka sinna jafnt og aðrar deild-
ir þeirra. Flokksforingjarnir sögðust vilja „framkvæma fyllilega í
verkinu fyrirskipanir“ heimsbyltingarsambandsins og gerðu það
eftir bestu getu.78 Þegar Komintern taldi að Íslandsdeildin eða ein-
þór whitehead50
77 Jón Ólafsson, „Komintern gegn klofningi,“ bls. 95.
78 „Miðstjórn Alþjóðasambands kommúnista heldur fund“, Verklýðsblaðið 21.
júní 1932, bls. 2.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 50