Saga - 2008, Page 51
stakir deildarmenn hvikuðu frá stefnu sinni, vitandi eða óafvitandi,
gekk alþjóðasambandið eftir því að sér væri hlýtt og hafði jafnan
árangur sem erfiði.
Í þessu er ekki fólgin nein frumleg kenning, heldur aðeins
lýsing á sögulegum staðreyndum. Sú lýsing fellur að frásögnum
langflestra fræðimanna sem fjallað hafa um samskipti annarra vest-
rænna kommúnistaflokka og „stjórnstöðvarinnar“ í Moskvu, eins
og foringjar Kominterns og Sovétstjórnin kölluðu alþjóðasam-
bandið sín á milli.79 Það stendur engin deila um það í fræðaheim-
inum hvort deildir Kominterns á Vesturlöndum hafi verið ósjálf -
ráða, og fáir vestrænir fræðimenn tækju undir það með Jóni Ólafs-
syni að það sé ,,algengur misskilningur um Sovétríkin að þeim hafi
verið stjórnað af flokki eða fámennum hópi leiðtoga með alræðis-
vald.“80
Hér að framan hafa verið dregin fram dæmi um þau vinnu-
brögð sem Jón beitir. Hann fer með fullyrðingar sem lesendur geta
sjálfir sannreynt af tilvitnuðum heimildum að eru rangar. Hann
spinnur söguþráð um afstöðu manna og gerðir án þess að hafa fyrir
því neina stoð í heimildum. Hann staðhæfir um efni án þess að geta
þess að gögn eða yfirlit um þau skorti, ellegar þau séu jafnvel með
öllu lokuð fræðimönnum. Hvað eftir annað kemst hann í mótsögn
við eigin staðhæfingar og ályktanir, svo að eftir hann liggja iðulega
tvær gagnstæðar niðurstöður.
Þegar litið er yfir þessi dæmi í heild kemur í ljós að þar er að
finna hneigð í eina átt þrátt fyrir margar þversagnir. Jón reynir að
gera minna úr tengslum og fylgispekt íslenskra kommúnista við
yfirvöld í Moskvu en efni standa til og sést þar lítt fyrir. Þegar Jón
hefur fullyrt að tilverugrundvöllur Kommúnistaflokksins, baráttan
fyrir byltingunni, hafi að mestu verið sýndarmennska og flokkur-
inn að lokum lagt sjálfan sig niður í uppreisn gegn móðursamtök-
unum, er ljóst að hann er kominn langt út fyrir „sjálfsstjórnarkenn-
ingu“ látinna flokksforingja. Sá kommúnistaflokkur sem hann lýsir
á lítið skylt við þann flokk sem sjaldnast fór í felur með markmið
sín og hét því af trúarlegri sannfæringu að hlýða „herráði heims-
byltingarinnar“ í orði sem verki.81
eftir skilyrðum kominterns 51
79 The Diary of Georgi Dimitrov 1933–1949, bls. 270.
80 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 237.
81 „Herráð heimsbyltingarinnar“ er þekkt heiti sem kommúnistahreyfingin
notaði um Komintern.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 51