Saga - 2008, Page 52
VIÐAUKI HÖFUNDAR
Stefnuskrá Sósíalistaflokksins og skilyrði Kominterns
Fyrsta skilyrðið sem Komintern fól Kommúnistaflokki Íslands að
setja fyrir stofnun sameiningarflokks var að hann yrði skilgreindur
„marxískur flokkur“.82 Í stefnuskrá Sósíalistaflokksins sagði:
„Flokkurinn byggir skoðanir sínar á grundvelli hins vísindalega
sósíalisma marxismans, og síðari reynslu, sem fengist hefur bæði á
Íslandi og erlendis.“83 Hér áttu kommúnistar við marxisma eins og
hann hefði verið túlkaður af Lenín og Stalín, „enda telur hann
[Kommúnistaflokkurinn] að reynslan hafi sannað kenningar Marx
og Leníns, en afsannað kenningar II. Internationale [alþjóðasam-
bands jafnaðarmanna]“.84
Þetta var ítrekað í stefnuskránni: Sósíalistaflokkurinn vildi
„ekkert frekar en að alþýðan geti náð völdunum … á lýðræðisleg-
an og friðsamlegan hátt“, en búast mætti við því, að auðmanna-
stéttin léti „ekki af fúsum vilja af hendi forréttindi sín og yfirráð“.
Með því að kommúnistar sögðu þess engin dæmi voru þeir að
boða, að hætti Kominterns, að bylting væri næsta óhjákvæmileg
leið Sósíalistaflokksins til valda á Íslandi.85
Samkvæmt öðru skilyrði Kominterns skyldi flokkurinn beita sér
fyrir breiðri samfylkingu gegn afturhaldi og fasisma.86 Þetta mark -
þór whitehead52
82 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Über die Hauptaufgaben der KP Islands, 8. sept. 1937.
Sjá skilyrði Kominterns í íslenskri þýðingu í ályktun þeirri sem alþjóðasam-
bandið lét nefnd semja fyrir Kommúnistaflokkinn: „Miðstjórn K.F.Í. kallar
saman flokksþing í haust“, Þjóðviljinn 26. sept. 1937, bls. 3.
83 Stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins (Reykjavík 1938), bls. 5.
84 „Miðstjórn K.F.Í. kallar saman flokksþing í haust“, Þjóðviljinn 26. sept. 1937,
bls. 3.
85 Stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, bls. 12. 4. þing Komm -
únistaflokksins ályktaði m.a. um þá kröfu Alþýðuflokksins að sameining-
arflokkur ynni að valdatöku sinni á grundvelli lýðræðis og þingræðis:
„Það er öllum kunnugt, að þetta er í algjöru ósamræmi við skoðanir
Kommún istaflokks Íslands og í algjörri mótsögn við grundvallaratriði
marxismans, og með þessu er því yfirlýsingin í 7. gr. stefnuskrárinnar um
að flokkurinn starfi á grundvelli marxismans að engu gerð.“ „Áfram til
sameiningar“, Þjóðviljinn 19. nóv. 1937, bls. 2. Sjá einnig: Brynjólfur
Bjarnason, Sósíalista flokkurinn. Stefna og starfshættir (Reykjavík 1952), bls.
27–28.
86 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Über die Hauptaufgaben der KP Islands, 8. sept. 1937.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 52