Saga - 2008, Page 54
bands og Alþýðuflokks.94 Þetta markmið var að finna í starfsskrá
Sósíalistaflokksins.95
Sjöunda skilyrði Kominterns var að sameiningarflokkurinn
hefði vinsamlegt samband við sig, styddi baráttu sína fyrir einingu
verkalýðshreyfingarinnar og bannaði fjandskap við sig.96
Í stefnuskrá sagði að Sósíalistaflokkurinn stæði „fyrst um sinn
… utan allra pólitískra alþjóðasambanda“. En þar sem alþýðunni
væru „einhuga alþjóðasamtök nauðsynleg“, fylgdist „flokkurinn af
áhuga og samúð með öllum tilraunum til þess að sameina alþýðu
allra landa á grundvelli sósíalismans og lýðræðisins“. Hann væri
andvígur „allri klofningsstarfsemi, sem miðar í öfuga átt“. Komm -
ún istar túlkuðu það sem klofningsstarfsemi, þegar jafnaðarmenn
og alþjóðasamband þeirra synjuðu boðum þeirra um sameiningu
eða samfylkingu. „Trotskísinnar“ væru í senn svikarar og klofn-
ingsmenn. Í ofangreindu stefnuskrárákvæði voru kommúnistar því
í raun að lýsa yfir stuðningi við Komintern og boða að flokkurinn
kynni síðar að ganga í þessi „einhuga alþjóðasamtök“.
Þá hét flokkurinn því að berjast fyrir „alþjóðabandalagi sósía-
listískra lýðfrjálsra þjóðfélaga“. Hér vottar fyrir markmiði Komin -
terns um heimsríki verkalýðsins. Íslenskir kommúnistar stefndu að
því að framtíðarríki sitt, Sovét-Ísland, gengi í ríkjasamband við
Sovétríkin, fyrsta „verkalýðsríkið“, ásamt öðrum slíkum ríkjum.97
Þannig hafði öllum sjö skilyrðum Alþjóðasambands kommún-
ista fyrir stofnun sameiningarflokks verið fullnægt með stefnuskrá,
starfsskrá og lögum Sósíalistaflokksins.
þór whitehead54
94 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Über die Hauptaufgaben der KP Islands, 8. sept. 1937.
95 Stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, bls. 33.
96 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Über die Hauptaufgaben der KP Islands, 8. sept. 1937.
97 Stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, bls. 14–15, 17, 37. — Þór
Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi, bls. 67–68. — Elliot R. Goodman,
The Soviet Design for a World State (New York 1960). — „Nefnd Alþýðuflokks -
ins vinnur þveröfugt við vilja verkalýðsins“, Þjóðviljinn 2. okt. 1937, bls. 3.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 54