Saga - 2008, Síða 56
Saga XLVI:2 (2008), bls. 56–85.
auður a. ólafsdóttir
Ímynd Íslands,
sagan, menningararfurinn og hin
ýmsu sjálf Íslendingsins
Þjóðarsál íslenskrar samtímamyndlistar
Vorið 2008 sætti ímyndarskýrsla forsætisráðuneytis talsverðri gagnrýni, en
þar er meðal annars að finna staðhæfingar um „náttúrulegan kraft“ Íslend -
inga sem skýri kröftugt viðskiptalíf þjóðar. Þar er einnig lagt til að íslenskir
listamenn verði virkjaðir til að búa til „jákvæðar sögur af árangri íslenskra
fyrirtækja“. Í greininni er tekin gagnrýnin afstaða til skýrslunnar og fjallað
um á fjórða tug listaverka eftir rúmlega 20 íslenska samtímalistamenn sem
takast á við ímynd Íslands og sjálfsmynd þjóðar með gjörólíkum hætti.*
Í mars 2008 var birt skýrsla ríkisskipaðrar nefndar sem hafði fengið
það hlutverk að skilgreina þjóðareinkenni Íslendinga og koma með
tillögur um hvernig mætti nota þau sömu einkenni til að byggja
upp jákvætt alþjóðlegt orðspor, einkum í þágu útflutningsgreina
viðskiptalífsins. Í skýrslunni, sem er ætlað að vera framlag Íslands
til samkeppninnar „um virðingu og athygli umheimsins“, er árétt -
að að „rétt framsetning á einkennum þjóðar“ sé lykilatriði, enda
þurfi þau að fela í sér að þjóðin sé „jákvæð, aðlaðandi, einstök og
sjálfbær …“1 Í ímyndarnefnd forsætisráðherra sátu aðallega ein-
staklingar úr viðskiptalífinu, fulltrúar Útflutningsráðs og fjár-
magnseigendur2 og bera áherslur og orðfæri ímyndarskýrslu þess
skýr merki að hún snýst um hagsmuni fyrirtækja á erlendum mörk -
uð um. Megintilgangur skýrslunnar er að „þjóðin, stjórnvöld og
* Þessi grein var skrifuð fyrir bankahrunið haustið 2008.
1 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna. Skýrsla nefndar forsætisráðuneytis (mars
2008), bls. 11–12. Hér eftir nefnd ímyndarskýrsla forsætisráðuneytis í meginmáli.
2 Í nefndinni sátu Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Finnur
Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jón Karl Ólafsson, forstjóri
JetX/Primera Air, Martin Eyjólfsson, sviðs stjóri viðskiptasviðs í utanríkis -
ráðuneytinu, Svanhildur Konráðs dóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamála -
ráðs Reykjavíkurborgar, og Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri hönnun-
arsviðs auglýs inga stofunnar Hvíta hússins.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 56