Saga - 2008, Blaðsíða 57
aðrir hagsmunaaðilar“ stilli saman strengi sína í sköpun ímyndar
landsins í þágu útflutningsgreina viðskiptalífsins.3 Jafnframt er
skýrsl unni ætlað að vera kynning á íslensku viðskiptaútrásinni.
Líkt og frímerkja- og póstkortaframleiðsla og fjölmargt annað hjá
smáþjóð, snýst ímyndarskýrsla forsætisráðuneytis um eitt af lykil-
hugtökum ferðaþjónustunnar síðastliðna hálfa öld, þ.e. landkynn-
ingu. Þar má vissulega finna kunnugleg stef úr túristabæklingum, en
ólíkt gamaldags landkynningarátaki snýst skýrslan þó ekki um stór-
brotna náttúru landsins heldur um „náttúrulegan kraft“ þjóðarinnar,
sem mun vera „séríslenskur kraftur“ sem búi í íslensku þjóðinni og
sé „grunnurinn að kröftugu viðskiptalífi.“ Hinn náttúrulegi kraftur
greini Íslendinga frá öðrum þjóðum heims og hafi „skilað Íslandi í
hóp samkeppnishæfustu landa heims.“4 Í skýrslunni er lögð áhersla
á að ímyndarvinnan skili því til um heims ins að Ísland sé „„best í
heimi“, land sem býður þjóð sinni mestu lífsgæði sem völ er á.“5
Ímynd þjóðar er líkt við „viðskiptavild“ sem laði að erlent fjármagn
og bent á að hugtakinu ímynd megi skipta út fyrir „vörumerki lands-
ins“. Þá leggur nefndin til að „kjarninn í ímynd Íslands sé kraftur,
frelsi og friður. Þetta eru lykilorð sem farsælt er að byggja á jákvæða
og sanna ímynd af landi og þjóð.“6
Bjartur í Sumarhúsum og árangurssögur
Nú dettur fáum í hug að ímynd þjóðar snúist að öllu leyti um raun-
veruleika. Samspil ímyndar og veruleika er margslungið; að hluta
til er ímynd orðræða um veruleika sem hefur áhrif á þann sama
veruleika, að hluta til er ímynd tilbúin mynd eða goðsögn, enda
orðið sjálft, ímynd, náskylt ímyndunarafli. Ímyndarskýrslan snýst
því í vissum skilningi um ímyndunarafl þjóðar um sjálfa sig eða þá
mynd sem þjóðin vill að umheimurinn hafi af henni.7 Ritskoðuð
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 57
3 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 14.
4 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 29.
5 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 4.
6 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 5.
7 Orðið ímynd (e. image) er skilgreint svo: huglæg mynd félagslegs fyrirbæris
(einstaklings, fyrirtækis, stofnunar …), samsafn eðlis- eða hegðunareinkenna
sem talin eru tengjast því, birtist í framkomu, viðmóti, ytra búningi og verk-
um, í mismiklu samhengi við ,raunverulegt‘ eðli eða háttalag, oft staðfest með
auglýsingum og almannatengslastarfi (Íslensk orðabók 2002). — Með sjálfs-
mynd (e. identity) er átt við: hugmynd manns (eða hóps manna, t.d. þjóðar) um
sjálfan sig. „Í félagslegri sjálfsmynd felst vitund um að maður tilheyri tilteknum
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 57