Saga - 2008, Qupperneq 58
útgáfa af ímynd Íslands verður þó ekki sjálfkrafa glansmynd af landi
og þjóð í augum annarra þjóða. Það er ekki langur vegur milli oflofs
og háðs og því er sá möguleiki fyrir hendi að einhverjum kunni að
þykja sú mynd sem skýrslan dregur upp af Íslendingum sýna grunn-
hyggna, sjálfumglaða efnishyggjuþjóð sem leitist við að sýna öðrum
þjóðum fram á náttúrulega yfirburði sína. Þar sem þjóðrembingur
eða þjóðernishroki er sjálfsagt það þjóðareinkenni sem erlendir
„markhópar“ verða hvað viðkvæmastir fyrir, hlýtur niður staða
skýrsl unnar að valda ýmsum hugsandi mönnum áhyggj um.8
Í ímyndarskýrslunni er nokkrum sinnum vikið að íslenskri
menn ingu og meðal annars lagt til að íslenskir listamenn verði
virkjaðir til að koma miðstýrðri ímynd í samstilltan farveg og til að
byggja upp jákvæðar „sögur af árangri íslenskra fyrirtækja“, eins
og það er orðað (svokallaðar „árangurssögur“). „Hér þarf að nýta
ljóðskáld, rithöfunda, ljósmyndara og hljóðmenn til þess að koma
sögunum á sannfærandi hátt til skila“, segir orðrétt í skýrslunni.9
Sagnfræðingafélag Íslands hefur þegar gert athugasemdir við
söguskoðun ímyndarnefndar forsætisráðuneytis en hætt er við að
auður a. ólafsdóttir58
hópi. Í sjálfsmynd hóps felst jafnframt að aðild að tilteknu samfélagi er skilgreind,
þ.e. hvaða skilyrði einstaklingur þarf að uppfylla til að teljast maður með mönn-
um. Sjálfsmynd snýst því um aðgreiningu — hver maður er og hver maður er
ekki. Vitundin um að tilheyra hópi felur jafnframt í sér að til er annar eða fleiri
hópar sem maður tilheyrir ekki, „hinir“.“ (Sverrir Jakobsson, „Við og hinir —
hvernig gerðu Íslendingar mannamun á miðöldum?“ Ritið 5:2 (2005), bls. 45.) Í
samhengi greinar er hugtakið notað í samræmi við enska merkingu orðsins iden-
tity sem eins konar hópsjálfsmynd eða þjóðernissjálfsmynd. — Með staðalímynd
(e. stereo type) er átt við: hugmynd sem algengt er að gera sér innan tiltekins hóps
um annan hóp, ríki o.s.frv. (oft grundvöllur fordóma) (Íslensk orðabók 2002).
8 Fjölmargir fræðimenn, einkum í hug- og félagsvísindum, hafa á undanförnum
árum látið ímyndarmál til sín taka og velt fyrir sér tilurð og merkingu goðsagn-
arinnar um Ísland og hvernig hún tengist sjálfsmynd þjóðar. Meðal viðfang-
sefna má nefna sögulegar og sálfræðilegar skýringar þess hversu miklar áhyggj-
ur Íslendingar hafa af þeirri mynd sem útlendingar hafa af landinu.
9 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 37. Ljóðskáld og rithöfundar eru ekki,
eins og skilja má af upptalningunni, tveir hópar listamanna heldur er orðið rit-
höfundur samheiti sem á við alla þá sem stunda ritstörf. Þar á meðal eru
ljóðskáld, leikritaskáld og skáldsagnahöfundar, einnig höfundar fræðirita og
þýðendur, svo dæmi séu tekin af flokkun Rithöfundasambands Íslands. Hvað
snertir orðið „hljóðmaður“ þá er það notað um þann sem stjórnar upptöku
hljóðs og sér um hljóðblöndun í hljóðveri. Ekki er ljóst af samhenginu hvaða
hlut höfundar skýrslu ætla hljóðmönnum í að miðla árangurssögum af íslensk-
um fyrirtækjum en hugsanlega mun hér átt við tónlistarmenn.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 58