Saga - 2008, Side 59
einhverjum íslenskum listamönnum þyki einnig gæta nokkurs mis-
skilnings varðandi hlutverk listamanna í samfélaginu og um eðli
listsköpunar.10 Ekki hvað síst þegar horft er til þess að margir líta
svo á að listsköpun snúist ekki um að staðfesta goðsagnir heldur
þvert á móti að fletta ofan af goðsögnum og klisjum, snúist ekki um
að „staðfesta“ heldur að sýna hið viðtekna í nýju ljósi og skilja það
nýjum skilningi, jafnvel þótt það geti þýtt endaskipti á ímyndunar-
afli þjóðar um sjálfa sig. Og það er sitthvað fleira sem stingur í
augun þar sem vikið er að íslenskri menningu í ímyndarskýrslu
forsætisráðuneytis. Hér verða einungis tilfærð þrjú dæmi.
Dæmi 1: „Náttúrulegur kraftur einkennir það ferskasta í menn-
ingu og einstakur hljómur nýsköpunar í tónlist og sjónlistum kall-
ast á við hrynjandi rímna og Íslendingasagna.“11
Dæmi 2: „Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga,
lifir í máli þjóðarinnar og í bókmenntum hennar.“12
Dæmi 3: „Bjartur í Sumarhúsum býr hér enn í hverjum manni.“13
En það eru ekki aðeins ímyndarsmiðir forsætisráðuneytis sem
lagst hafa í samfélagslega og menningarlega sjálfsskoðun, því fjöl-
margir íslenskir listamenn, ekki hvað síst myndlistarmenn, hafa á
undanförnum árum verið uppteknir af því að greina fyrirbærið Ís -
land og íslenskt þjóðarsjálf í verkum sem hafa ratað víða um heim.
Áherslur þeirra eru þó talsvert frábrugðnar þeirri mynd sem dreg-
in er upp af þjóðinni í skýrslunni, raunar svo mjög að ætla má að
ímyndarstofnunin Promote Iceland, sem nefndin leggur til að sett
verði á laggirnar, muni telja stóran hluta verka íslenskra samtíma-
listamanna skaðlegan ímynd Íslands,14 ekki ósvipað og hvalskurð -
ur eða ísbjarnardráp fyrir opnum tjöldum.15
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 59
10 Vef. Ímynd Íslands — bréf til forsætisráðherra. http://www.sagnfraedinga-
felag.net/2008/06/12/11.34.26/, skoðað 14. júlí 2008.
11 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 29.
12 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 25.
13 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 29. Fjallað er um þetta í skýrslunni
í samhengi eins helsta þjóðareinkennis Íslendinga, „sjálfstæðis í hugsun“.
14 Framtíðarhlutverk Promote Iceland er að sjá um miðstýrða, opinbera ímynd-
arsmíð um land og þjóð. Samkvæmt skýrslunni er Promote Icelandm.a. ætlað
að fylgjast með ímynd Íslands, samræma aðgerðir er snerta ímyndarmál
Íslands og bregðast við neikvæðri umfjöllun (e. crisis management); sjá: Ímynd
Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 7.
15 Ef skilningur skýrsluhöfunda er á einhvern hátt dæmigerður fyrir skilning
íslenskra ráðamanna á list, má ætla að íslenskir listamenn geti verið áhyggju-
lausir í skjóli vanþekkingar og skeytingarleysis um verk þeirra.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 59