Saga - 2008, Page 60
Með því að skoða íslenska myndlist frá tímum þjóðernisróman-
tískrar sjálfstæðisbaráttu 19. aldar til upphafs 21. aldar má verða
margs vísari um sjálfsmynd þjóðar. Það er þó langur vegur frá því
er myndlistarmenn tóku heils hugar þátt í þjóðernislegri upphafn-
ingu lands í árdaga sjálfstæðisbaráttu með því að breyta harðbýlu
landi dyntóttra náttúruafla í lognkyrra sumarnáttúru í rómantísk-
um landslagsmálverkum við upphaf 20. aldar, til þess hvernig
myndlistarmenn kryfja íslenskt samfélag hundrað árum síðar. Í
þess ari grein er ætlunin að taka u-beygju frá ímyndarskýrslu for-
sætisráðuneytis og skoða hvernig íslenskir samtímamyndlistarmenn
hafa á undanförnum árum tekist á við ímynd lands, þjóðarsálina,
söguna, menningararfinn og hin ýmsu sjálf Íslendingsins í verkum
sínum. Hægt er að kalla það ímyndarskýrslu myndlistarmannsins.
Með Ísland á heilanum
Árið 2000 birtist grein um íslenska samtímamyndlist í víðlesnu
bandarísku listtímariti, Art in America, eftir listgagnrýnandann
Gregory Volk sem nýkominn var úr menningarreisu til sögueyj-
unnar. Í grein sinni hélt Volk því fram að það sem einkenndi
íslenska samtímamyndlist öðru fremur væri að óvenju stór hluti
íslenskra myndlistarmanna væri beinlínis með „Ísland á heilan-
um“.16 Samkvæmt Volk var það eitt helsta auðkenni íslenskrar
myndlistar hversu margir myndlistarmenn ynnu með Ísland í einni
eða annarri mynd í verkum sínum. Og skipti þá litlu hversu
alþjóðlegir myndlistarmennirnir væru að öðru leyti í aðferðum
sínum, tækni og hugmyndafræði. Ísland væri stöðugt nálægt, inn-
byggt í myndhugsun verkanna, oft á táknrænan hátt sem greining
á sérkennum og tilvistarskilyrðum lands og þjóðar, venjum, hefð -
um, sögu, sjálfsímynd og sérvisku og síðast en ekki síst menning-
arlegum tengslum eyjunnar við útlönd. Sjálfsagt má skoða fullyrð -
ingu myndlistargagnrýnanda Art in America um auðkenni íslenskr-
ar myndlistar að einhverju leyti í ljósi þeirra andstæðu póla sem
áberandi eru í listheiminum í samtímanum; annars vegar þess sem
kennt er við hnattvæðingu (globalization), hins vegar þess aftur-
hvarfs til staðbundinnar menningar (localization) sem meðal annars
getur falist í að nota rótgróið handverk eða annars konar skírskot-
un til eigin menningararfleiðar þar sem gamlar hefðir og siðvenjur
auður a. ólafsdóttir60
16 Gregory Volk, „Art on Ice“, Art in America. nr. 9 (sept. 2000), bls. 40–45.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 60