Saga - 2008, Page 61
eru settar á stall. Undirliggjandi kann að vera áhugi jaðarþjóðar á
að marka sér menningarlega sérstöðu í alþjóðasamfélaginu.17
Álfugl og lopafáni staðfastra þjóða
Ólöf Nordal (f. 1961) er einn þeirra myndlistarmanna sem hafa í
verkum sínum fengist við að skoða menningarbundin og söguleg
tákn þjóðar, meðal annars í samhengi við mótun sjálfsskilnings og
sjálfsímyndar nútíma Íslendinga. Í verkum Ólafar er oft að finna
býsna beitta samfélagsgagnrýni. Með Álgeirfuglinum (1998), sem
stendur í fjöruborðinu rétt hjá Reykjavíkurflugvelli, minnir Ólöf á
að enda þótt sjálfsmynd þjóðar sé vissulega tengd sameiginlegri
minningu, þá verði þjóðin líka að geta gleymt vandræðalegum at -
burðum í sögu sinni til að einingin haldist. „Gleymskan“ — líkt og
Ólöf Nordal bendir á sé þannig ekki síður mikilvæg í stöðugri end-
urmótun sögunnar.18 Sú staðreynd að Íslendingar drápu síðasta
geirfuglapar í heimi árið 1844 er einn af slíkum vandræðaatburðum
sögunnar. Álgeirfugl Ólafar býr yfir margs konar táknmerkingum,
meðal annars sem kaldhæðnisleg táknmynd um þjónustulund við
útlendinga (erlenda fuglasafnara) en einnig má lesa úr verkinu
gagnrýni á hugmyndina um skjótfenginn stundargróða með því að
eyða því sem er óafturkræft. Fórn geirfuglsins verður þá tákn fyrir
önnur náttúruleg verðmæti lands sem tekist er á um í samtíman-
um.19
Styttan er úr áli, sem er ekki saklaust merkingarlega séð; ál er
endingargott efni og margir treysta á erlend álver sem framtíðar-
bjargræði þjóðar í tengslum við stórar virkjanir.20 Samviskubitið
yfir að hafa útrýmt fuglinum lá á þjóðinni í meira en eitt hundrað
ár, eða til ársins 1973, en þá tókst að fá keyptan uppstoppaðan geir-
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 61
17 Sjá einnig: Auður Ólafsdóttir, „Heimsveldi hinnar íslensku baðstofu“
[Greinaflokkur Ísland-útlönd]. Lesbók Morgunblaðsins 15. des. 2001, bls. 10–11.
18 Viðtal. Höfundur við Ólöfu Nordal árið 2004. Sverrir Jakobsson sagnfræðing-
ur talar í svipuðu samhengi um „sameiginlegt minnisleysi Íslendinga“,
Frétta blaðið 29. júlí 2008, bls. 16.
19 Eins og menn vita komust fuglarnir aldrei í hendur safnaranna heldur
morknaði hamurinn og eyðilagðist að lokum.
20 Árið 1999 hélt Ólöf Nordal heila sýningu á álsteypuverkum af ýmsum toga
sem hún nefndi nordAL13. Sjá nánari umfjöllun: Auður Ólafsdóttir, „Nútíma -
afsteypur táknmynda: Um myndlist Ólafar Nordal“, Skírnir 177 (haust 2003),
bls. 515–525.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 61