Saga - 2008, Page 62
fugl á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrir fé sem safnaðist í lands-
söfnun. Með því að fuglinn kom heim hafði fengist leiðrétting á
leiðinlegri misfærslu sögunnar og þjóðin endurheimt æru sína.21
Aðstandendur Sotheby’s fylgdust grannt með framvindu söfnunar
í íslenskum blöðum og það stóð heima: Alaskageirfuglinn kostaði
upp á eyri þá upphæð sem þjóðinni hafði tekist að öngla saman,
eða sem svaraði á sínum tíma andvirði þriggja herbergja íbúðar.
Við gerð verksins notar Ólöf aðferðir klassískrar höggmynda-
listar og því má segja að listakonan hafi með nokkrum hætti steypt
í ál ferlið frá syndafalli til syndaaflausnar þjóðar. Þannig er það
ekki í bókstaflegum skilningi hluturinn sem Ólöf Nordal tekur
afsteypur af, heldur eru skúlptúrar hennar umfram allt nútímaaf-
steypa af þeim huglægu gildum sem snerta kvikuna í sjálfsskilningi
þjóðar og verða gjarnan til í uppgjöri við eigin sögu og fortíð.
Eitt af því sem Ólöf hefur sérstakan áhuga á er samstuð tveggja
tíma, hins gamla þjóðlega menningararfs og nútímaveruleika. Verk
hennar Stick’em up (Upp með hendur, 2003 — sjá mynd bls. 65)
sýnir tvær barnshendur halda um hvítt kjálkabein sauðkindar: bak-
grunnur annarrar myndarinnar er rauður, hinn blár. Í allsleysi og
sjálfsþurftarbúskap íslenskrar sveitamenningar var kjálki úr
sauðkind notaður í leik barna til að tákna húsdýrin (kúna). Verkið
sýnir að nútímabarnið notar sömuleiðis beinið í samræmi við sinn
reynsluheim; bitlaust leiktæki forfeðranna er orðið að byssu í hendi
þess. Sú staðreynd að drápstól Íslendinga eru bara meinlaus barna-
leikföng er sjálfsagt rökrétt í ljósi þess að Íslendingar eru herlaus
þjóð og hafa enga beina reynslu af stríðsátökum í eigin landi síðan
á 13. öld. Í ímyndarskýrslunni er ítrekað lagt til að Íslendingar
kynni sig á alþjóðavettvangi sem „öflugur málsvari friðar“, þjóð
sem vinnur að því að „skapa öðru fólki í heiminum friðsamlegri og
öruggari tilveru.“22 Ljósmyndirnar fá þó aðra og dýpri merkingu
þegar horft er til þess, eins og Ólöf Nordal bendir á, að þær eru
auður a. ólafsdóttir62
21 Byggt á viðtali höfundar við Ólöfu Nordal árið 2004. Ekki er annað hægt en
að skoða hugmyndina að baki átakinu „geirfuglinn heim“ í samhengi við
„handritin heim“ fáeinum árum áður. Um endurheimt meintra þjóðarger-
sema er á ensku talað um „repatriation“, af sögninni „repatriate“, að senda
aftur heim til föðurlandsins.
22 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 25 og bls. 29. Eitt af því sem skýrslu-
höfundar leggja til, og telja að gæti styrkt friðarímynd Íslands, er að „börn og
ungt fólk af átakasvæðum taki þátt í friðarbúðum á Íslandi.“ Er lagt til að
verkefnið hljóti heitið Iceland – The World Peace Camp.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 62