Saga - 2008, Side 63
gerðar við upphaf Íraksstríðsins árið 2003 og ætlað að benda til
siðferðilegs tví skinnungs friðsamrar eyþjóðar sem meðal annars
birtist í stuðningi á alþjóðavettvangi við umdeild hernaðarátök.23
Þjóðfáni er eitt mikilvægasta þjóðernistáknið og til að samtímaskír-
skotun verksins fari ekki milli mála, myndar hvítt lárétt beinið í
barnshendinni og hvít lóðrétt röndin milli ljósmyndanna hvítan
kross sem ásamt rauðu og bláu grunnunum myndar íslensku fána-
litina.
Önnur verk Ólafar hafa bæði samfélagslegan og femínískan
undirtón. Dæmi um slíkar áherslur er verkið Gull, sviðsettar ljós-
myndir af barnaleikföngum tveggja tíma.24 Annars vegar er um að
ræða þjóðleg leikföng forfeðranna af náttúrulegum toga, afskornu
kindahornin, og hins vegar fjölþjóðlegt plastgull samtímans, barbí-
dúkkur, einnig í pörtum, skeytt saman í einni mynd. Það er þó tæp-
lega hægt að segja að verk Ólafar séu óður til sakleysis bernskunn-
ar, því með samsteypu alþjóðlegrar fjöldamenningar og gamalla,
þjóðlegra hátta er spurt truflandi spurninga. Það kemur í sjálfu sér
ekki á óvart hversu lítið þarf að eiga við leikfangadúkku, sem sam-
kvæmt bandarískri könnun er talin fyrirmynd „plastíkkonunnar“ í
útlitsiðnaði samtímans, til að hún fái erótíska merkingu. Það sem
virkar hins vegar sláandi í augum Íslendinga er hversu auðvelt er
að gefa kindahornunum — sem nánast má kalla hreinræktaða nátt-
úruafurð25 — kynferðislegan undirtón. Dæmi um það eru verk þar
sem hornin hafa fengið ásteyptar, glitlakkaðar neglur.
Sauðkindin — eða einstakir hlutar hennar: gæra, ull eða horn —
hefur nokkuð komið við sögu íslenskrar samtímamyndlistar sem
hluti af þjóðarsjálfinu, oft sem táknmynd fyrir Íslendinginn.
Sauðkindin, segir Ólöf Nordal, endurspeglar í huga hennar þær
menningarlegu rætur sem Íslendingar bera með sér. „Verkin eru
tilraun til að sættast við sauðinn sem er svo ríkur í okkur.“26
Á sýningu sem Ólöf tileinkaði hinu íslenska forystufé í Ný -
listasafninu árið 2001 er hún enn á slóðum þjóðarímyndar þegar
hún fjallar um gildi hins frábrugðna og einstaka, með tilvísun til
goðsagnakenndra hugmynda um uppruna og eðliseinkenni hins
séríslenska forystufjárstofns en forystuhrútur er nær helmingi
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 63
23 Viðtal. Höfundur við Ólöfu Nordal árið 2004.
24 Gull er gamalt íslenskt orð yfir leikföng, en vísar einnig til alkemíu þar sem
tveimur ólíkum þáttum er stefnt saman til að búa til eitthvað nýtt.
25 Þetta er tónn sem víða er sleginn í ímyndarskýrslu forsætisráðuneytis.
26 Viðtal. Höfundur við Ólöfu Nordal árið 2006.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 63