Saga - 2008, Blaðsíða 64
stærri en óbreytt almúgasauðkind.27 Á sýningunni var að finna for-
ystuhrút í fullri stærð, gerðan úr einangrunarplasti, kórónu sem
hékk niður úr lofti sýningarsalar, gerða úr kindahornum, gangna -
staf eða biskupsbagal úr neonljósi og tölvuverkið Volto santo (Hin
heilaga ásjóna) sem var þrívíður tölvuhrútur sem varpað var á
tjald. Íslenskir myndlistarmenn blanda í verkum sínum á ýmsa
vegu saman alþjóðlegum og íslenskum táknheimi og í verki Ólafar
er skírskotað bæði til táknmynda kristinnar trúar (Kristur sem guðs
lamb) og til íslenskrar alþýðumenningar og þjóðtrúar, en goð sagna -
kenndar sagnir eru til um uppruna og yfirnáttúrulega eiginleika
forystufjárins. Í samhengi verksins verður hinn undarlegi, „gleymdi“
sauðfjárstofn, sem dagað hefur uppi á eyjunni, að tákni fyrir þjóð -
ina sjálfa; hugsanlega er þar einnig komið biblíuféð sjálft, hin upp-
runalegu en týndu guðslömb.28
Fjölmargir íslenskir samtímamyndlistarmenn hafa unnið mynd-
verk á grundvelli ýmissa táknmynda sauðkindarinnar þótt Íslending-
ar hafi almennt lítið gert af því að flíka margþættu sambýli sínu við
lífsbjörgina í gegnum aldirnar og síst af öllu á erlendum vettvangi.
Sauðkindin tengist aftan-úr-öldum-ímynd þjóðar. Nægir að minna á
ýmis neikvæð orð og orðatiltæki tengd sauðkindinni og illa til fundn-
ar samlíkingar við þjóðarlund. „Sauður“ er ekki bara sá sem er utan-
gátta og vitgrannur heldur líka maður sem hefur þröngan sjóndeild-
arhring, hefur fátt séð og upplifað og er illa að sér í samtímanum, í
stuttu máli allt sem Íslendingur vill ekki vera. Ekki er óalgengt að
íslenskir myndlistarmenn geri sauðinn að tákni fyrir einangrun, fá -
tækt, uppburðarleysi og þröngan andlegan sjóndeildarhring en
einn ig að tákni fyrir einlægni og sakleysi „náttúrubarnsins“ sem ekki
kann að laga sig að siðum umheimsins. Í verkum þeirra býr oft
skondin og kaldhæðin sjálfsskoðun, sitt á hvað gagnrýni og upphafn-
ing sauðsímyndar. Dæmi um þess konar nálgun var „sauðarfáni“
Birgis Andréssonar (1955–2007) sem hann dró að húni við íslenska
sýningarskálann á Feneyjatvíæringi árið 1995, þar sem hann var
fulltrúi Íslands. Í verkum sínum lagði Birgir sig sérstaklega eftir því
að skoða hvernig þjóðin hefur kosið að tákna sig út á við á ólíkum
auður a. ólafsdóttir64
27 Forystufé er séríslenskt sauðfjárkyn, stærra, harðgerðara og háfættara en
annað fé, bæði íslenskt og erlent. Það þykir búa yfir sérstökum eiginleikum
eins og ratvísi og fer gjarnan fyrir öðru fé.
28 Sjá: Auður Ólafsdóttir, „Heiligenbilder der Gegenwart. Religiöse Ideen in
den Werken isländischer Gegenwartskünstler“, Kunst und Kirche [Island]
[69]:1 (2006), bls. 19–24.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 64