Saga - 2008, Síða 66
lensku baðstofu var að útfæra fleiri þjóðfána heims á „sauðslegan“
máta og var hugmyndin að láta prjóna fána öflugustu hervelda Nató
í sauðarlitunum. En pólitískt ástand heims breyttist á skammri
stundu þegar friðsöm eyþjóð varð óvænt beinn þátttakandi í
stríðsharmleikn um í Írak. Á yfirlitssýningu á verkum Birgis í Lista -
safni Íslands vorið 2006 mátti sjá verkið Sameinaðir stöndum vér
(United we stand, 2004 — sjá mynd bls. 68). Verkið byggist á þrem-
ur handprjónuðum lopafánum þar sem íslenski krossfáninn trónir í
fyrsta sæti, efst á pallinum, mitt á milli bandaríska fánans og hins
breska, en fánarnir þrír eru prjónaðir í sauðarlitunum og í fullri
stærð, sá bandaríski með öllum sínum stjörnum. Uppsetn ing fána
hinna staðföstu þjóða er í anda þess sem tíðkast þegar skipað er í
verðlaunasæti á þrepskipta palla Ólympíuleika, nema hvað „íþrótta -
mönnunum“ hefur verið skipt út fyrir annars konar tákn mynd ir
þjóða þar sem íslenska baðstofumenningin vermir fyrsta sæt ið.
Birgir lét ekki staðar numið við sauðarlitina heldur vann að því
að leita að og einangra það sem hann kallaði „séríslenska liti“ og
notaði í bæði tví- og þrívíðum verkum. Verkin skilgreindi hann
sem „sýnishorn af litum íslenskrar menningar“, þau litbrigði sem
hefðu verið „mest áberandi í sköpunarverkum þjóðarinnar í gegn-
um aldirnar.“32 Litaverk Birgis hafa verið sýnd víða um heim,
stundum máluð beint á stóra veggfleti sýningarsala sem einlita-
málverk (mónókróm). Dæmi um það er fjögurra mynda sería hans,
Ár í íslenskum litum. Á fyrsta verkið er prentaður hvítum stöfum
textinn (á tungumáli heimamanna) Íslenskur vetrarmorgunn (ljósblá-
grár flötur), á annað Íslenskur vordagur (ljósmosagrænn flötur), á
þriðja verkinu stendur Íslenskt sumarkvöld (dökkgrænn flötur) og á
því fjórða Íslensk haustnótt (dumbrauður flötur). Í staðinn fyrir inn-
flutta síðimpressjóníska litapalettu landslagsmálaranna framan af
öldinni fann Birgir aðra liti, bæði hófstilltari og mattari, sem al -
gengir eru í ýmiss konar alþýðlegu handverki, meðal annars í mun -
um byggða safnanna. Með skírskotun sinni til gleymdra alþýðu -
listamanna má segja að Birgir, líkt og fjölmargir íslenskir samtíma-
listamenn, tengi meðvitað fram hjá hámenningunni.
auður a. ólafsdóttir66
jafnrétti og bræðralag. Það kann að vera til marks um það hversu nátengd
gróðurmoldinni íslensk hugsun er, að í stað hins bláa frelsis byltingarsinna
meginlandsins horfum við til fjarlægðarbláma fjalla, í stað jafnréttis leiðum
við talið að hvítum lit jökla og faldi fjallkonunnar, í stað bræðralags teflir
eyþjóðin fram sjálfum eldinum í iðrum jarðar.
32 Birgir Andrésson, Nálægð (sýningarskrá). 1990.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 66