Saga - 2008, Page 67
Útskornar kampavínsflöskur/sterk og falleg þjóð
Goðsögnin um Íslendinga sýnir sterka og fallega þjóð sem býr í
stórbrotnu umhverfi. Varla er hægt að hugsa sér meiri andstæður
en flennistórar portrettmyndir Birgis Andréssonar af íslenskum
utangarðsmönnum fyrri tíma og þær glansmyndir af Íslandi og
íslensku þjóðinni sem oftast hafa birst umheiminum í litríkum
auglýsingabæklingum og veggspjöldum af „íslenskri fegurð“, til
dæmis í Bláa lóninu. Um er að ræða gamlar ljósmyndir úr fórum
myndasafna af íslenskum sérvitringum fyrri tíma, mörgum hverj-
um heimilislausum förumönnum, sem Birgir lét stækka upp í stóra
portrettseríu og nefndi Annars vegar fólk.Myndirnar, sem hafa verið
sýndar víða erlendis, sýna menn sem margir hverjir eru tannlausir
og geiflaðir í framan, flestir uppnefndir, einhverjir geðveikir, sumir
listamenn í álögum rangs fæðingartíma og skilningsleysis fátæks
þjóðfélags. Verk Birgis Andréssonar flíka því sem Íslendingar hafa
fremur viljað halda út af fyrir sig, en þau sýna jafnframt að á Íslandi
hefur búið og býr enn fólk sem hefur mótast af harðri lífsbaráttu og
fátækt og oft og tíðum búið við lítinn skilning samtímamanna.
Fleiri íslenskir myndlistarmenn hafa fengist við goðsögnina um
sérvitringinn einræna, en hjá Birgi er ekki um að ræða gagnrýni á
molbúahátt heldur upphafningu og virðingu fyrir sérlund hvers og
eins, nokkurs konar tilraun til að varpa ljósi á þann jarðveg sem
íslensk menning er sprottin úr og hugsanlega um leið samsömun
listamannsins við utangarðsmenn allra tíma.
Eins og sjá má af þeim dæmum sem hér hafa verið tekin, byggj ast
verk margra íslenskra myndlistarmanna sem fást við goðsögnina Ís -
land á því að tefla markvisst saman táknum íslenskrar al þýðu menn -
ingar og alþjóðlegum samtímalisthugmyndum, skírskotunum í sög-
una og í eigin samtímaveruleika, táknmyndum lágmenningar og há -
menningar, hugmyndalist og handverki, og kryfja samstuð þessara
tveggja heima. Það má orða það svo að myndlistarmennirnir sýni
okkur séríslenskan menningararf í nýju ljósi eða í nýrri nálægð, svo
vísað sé til hugtaks sem Birgi Andréssyni var tamt að nota í sinni
vinnu, meðal annars sem heiti á sýningarskrám og sýningum. Dæmi
um það hvernig útlönd koma til eyjunnar við ysta haf í menningar-
legu tilliti er ljósmyndaröð Birgis sem sýnir hús í borgum og bæjum
víðs vegar á Íslandi sem eiga það öll sameiginlegt að bera heiti
þekktra erlendra stórborga. Sum eru reisuleg, önnur hrörleg, og mörg
þeirra er að finna í fámennum og afskekktum byggðalögum; London,
Glasgow, Moskva, París.
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 67
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 67