Saga - 2008, Page 71
Fleiri íslenskir myndlistarmenn hafa gert út á lóuna, meðal annars
Steingrímur Eyfjörð (f. 1954), fulltrúi Íslands á Fen eyja tvíæringi
2007, með framlagi sínu Lóan er komin, innsetningu sem hverfðist
um íslenskan þjóðararf og var byggð á viðtölum við Íslendinga um
íslenska menningu, þar á meðal trú manna á álfa og huldufólk.
Viðtölin voru hráefni Steingríms sem hann notaði í teikningar, ljós-
myndir og þrívíð verk. Meðal þess sem Steingrímur hafði í fartesk-
inu til Feneyja voru álfaskór og „veturgömul huldusauðkind“ sem
hann hafði fengið hjá huldumanni í skiptum fyrir brýni, og var
smíðuð flutningskarfa og gerði undir huldukindina á sýningunni.
Samkvæmt upplýsingum sem dreift var til erlendra fjölmiðla í til-
efni sýningar var kindin í annarri vídd og því einungis sýnileg
þeim sem höfðu „opinn huga og hreint hjarta.“37
Þannig hafa margir íslenskir myndlistarmenn komist að því að
menningarleg sérstaða þarf hvorki að vera upphafin né háleit, held-
ur geti hún allt eins skapast af vöntun eða skorti, fátækt og ein-
angrun. Þeir hafa leitað sér innblásturs í verkum alþýðlegra hand-
verksmanna sem finna má á byggðasöfnum fremur en listasöfnum,
í útskurði, prjóni, útsaumi og öðrum verkum sem kenna má við
alþýðulist.
Lítum á nokkur fleiri dæmi úr heimi íslenskrar samtímamynd-
listar: Lágmyndir Huldu Hákon (f. 1956) minna um margt á út -
skorn ar altaristöflur fyrri tíma eftir alþýðulistamenn, en hún spyr í
einu verka sinna víkjandi einkennisspurningar fámennisins:
Hverra manna ertu? Prjónaðir og heklaðir skúlptúrar Hildar Bjarna -
dóttur (f. 1969) byggjast að sama skapi á vísunum í aldalanga hann-
yrða- og handverkshefð kvenna, þar á meðal gólfblúndan Svan -
hildur. Flest verka hennar fjalla á einn eða annan hátt um samband
kvennamenningar og karlamenningar og hefur listakonunni tekist
að smætta jafnvel erkitýpur karlmennskunnar, svo sem kúreka að
leika listir sínar með snöru, niður í kvenleg útsaumsmynstur for -
mæðra sinna.38
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 71
37 Þetta er haft eftir huldumanninum sem útvegaði myndlistarmanninum
kindina: Steingrímur Eyfjörð, Lóan er komin. La Biennale di Venezia. Listasafn
Reykjavíkur. Hafnarhús. 2008.
38 Hér er átt við verkið Lassoing (snörun) frá árinu 2004. Sjá nánar um verk
Hildar Bjarnadóttur; Auður Ólafsdóttir, „Að rekja upp þráð listasögunnar“,
Skírnir 180 (vor 2006), bls. 233–244.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 71